Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2025 18:56 Björk Áskelsdóttir er ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans. Vísir/Lýður Valberg Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“ Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“
Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent