Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar 16. september 2025 14:01 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun