„Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. september 2025 23:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. vísir/ívar Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“ Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira