Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar 15. september 2025 09:02 Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Innan seðlabankans var talin ástæða til að taka til "umfjöllunar og skoðunar" hvort yfirmenn og aðrir starfsmenn bankans væru hæfir til að sinna þessu eftirliti, og alveg sérstaklega hvort um hugsanlegan hagsmunaárekstur gæti verið að ræða í tilfelli bankastjórans og unnustu hans, enda bankastjórinn með ýmsar trúnaðarupplýsingar sem gætu gagnast unnustunni. Niðurstaðan var að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggjur, því "Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn ..." Það er svo sem ekkert nýtt að jafnvel æðsta valdafólk á Íslandi skilji ekki hvað hagsmunaárekstur er, en slíkur árekstur er sjálfkrafa til staðar í þessu tilfell. Enda merkir hagsmunaárekstur ekki að brot hafi verið framið, heldur að hætta sé á að ákvarðanir séu teknar á hlutdrægan hátt, til dæmis vegna náinna tengsla þess sem ákvörðun tekur og þess sem ákvörðunin hefur áhrif á. En hér er á ferðinni ennþá alvarlegra mál en bara hagsmunaárekstur sem fólk í stjórnvaldsstöðum þarf alltaf að forðast. Það er beinlínis skýrt í 3. grein stjórnsýslulaga, sem fjallar um vanhæfisástæður, að starfsmenn Seðlabankans eru formlega vanhæfir til að rannsaka mál sem tengjast bankastjóranum. Enda eiga þeir starf sitt undir honum. Það er forsætisráðherra sem skipar seðlabankastjóra, og ber að víkja honum verði hann uppvís að brotum í starfi. Það er því líka forsætisráðherra sem þarf að taka á þessu máli, sem augljóslega er ástæða til að rannsaka, eins og eftirlitsaðilar Seðlabankans töldu greinilega sjálfir, þótt þeim hafi yfirsést vanhæfi sitt í þeim efnum. Það er auðvitað spurning hvort bankastjórinn ætti ekki að segja af sér einfaldlega vegna þess að staðan sem hann er í gerir það ómögulegt fyrir almenning að treysta því að ekki leki upplýsingar sem leynt eigi að fara frá honum til unnustu hans. Hitt er alveg augljóst, að forsætisráðherra hlýtur að minnsta kosti að þurfa að víkja bankastjóranum tímabundið meðan málið er rannsakað af til þess bærum aðilum, en þá er ekki að finna innan bankans. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Innan seðlabankans var talin ástæða til að taka til "umfjöllunar og skoðunar" hvort yfirmenn og aðrir starfsmenn bankans væru hæfir til að sinna þessu eftirliti, og alveg sérstaklega hvort um hugsanlegan hagsmunaárekstur gæti verið að ræða í tilfelli bankastjórans og unnustu hans, enda bankastjórinn með ýmsar trúnaðarupplýsingar sem gætu gagnast unnustunni. Niðurstaðan var að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggjur, því "Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn ..." Það er svo sem ekkert nýtt að jafnvel æðsta valdafólk á Íslandi skilji ekki hvað hagsmunaárekstur er, en slíkur árekstur er sjálfkrafa til staðar í þessu tilfell. Enda merkir hagsmunaárekstur ekki að brot hafi verið framið, heldur að hætta sé á að ákvarðanir séu teknar á hlutdrægan hátt, til dæmis vegna náinna tengsla þess sem ákvörðun tekur og þess sem ákvörðunin hefur áhrif á. En hér er á ferðinni ennþá alvarlegra mál en bara hagsmunaárekstur sem fólk í stjórnvaldsstöðum þarf alltaf að forðast. Það er beinlínis skýrt í 3. grein stjórnsýslulaga, sem fjallar um vanhæfisástæður, að starfsmenn Seðlabankans eru formlega vanhæfir til að rannsaka mál sem tengjast bankastjóranum. Enda eiga þeir starf sitt undir honum. Það er forsætisráðherra sem skipar seðlabankastjóra, og ber að víkja honum verði hann uppvís að brotum í starfi. Það er því líka forsætisráðherra sem þarf að taka á þessu máli, sem augljóslega er ástæða til að rannsaka, eins og eftirlitsaðilar Seðlabankans töldu greinilega sjálfir, þótt þeim hafi yfirsést vanhæfi sitt í þeim efnum. Það er auðvitað spurning hvort bankastjórinn ætti ekki að segja af sér einfaldlega vegna þess að staðan sem hann er í gerir það ómögulegt fyrir almenning að treysta því að ekki leki upplýsingar sem leynt eigi að fara frá honum til unnustu hans. Hitt er alveg augljóst, að forsætisráðherra hlýtur að minnsta kosti að þurfa að víkja bankastjóranum tímabundið meðan málið er rannsakað af til þess bærum aðilum, en þá er ekki að finna innan bankans. Höfundur er ekkert sérstakt.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun