Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2025 16:02 Ný rannsókn á samspili erfða og félagslegs hreyfanleika leiðir í ljós að áhrif erfða á menntun, tekjur og eignastöðu eru bæði sterk og viðvarandi yfir kynslóðir. Rannsóknin byggir á gögnum úr hollenska Lifelines Biobank og skattframtölum frá árunum 2006–2022, þar sem notast er við fjölgenavísitölu (e. polygenic index, PGI) fyrir menntun sem mælikvarða á erfðafræðilega tilhneigingu til námsárangurs. Niðurstöðurnar sýna að börn hagnast bæði á beinum erfðum og á félagslegu umhverfi sem mótast af erfðum foreldra. Um helmingur áhrifa stafar af erfðaefni sem flyst beint til barnsins, en hinn helmingurinn felst í svokallaðri erfðaumönnun (genetic nurture), þ.e. að erfðir foreldra hafi áhrif á hegðun, menntun og tekjur þeirra sjálfra, sem aftur mótar félagslegt og efnahagslegt umhverfi barnsins Þessi óbeinu áhrif eru sérstaklega sýnileg þegar litið er til húsnæðismála, þar sem velstæðir foreldrar geta veitt börnum sínum fjárhagslega aðstoð og stuðlað þannig að efnahagslegum framgangi þeirra. Áhrifin eru umtalsverð í tölfræðilegu samhengi, því að 10 prósentustiga hækkun í PGI foreldris, hækkar menntun barnsins að jafnaði um 0,11 ár og færir það um 0,7 sæti upp tekjudreifinguna. Þessar niðurstöður staðfesta að erfðir eru eitt af þeim öflum sem festa félags- og efnahagslega stöðu milli kynslóða –ekki einungis í gegnum líffræðilegan arf– heldur einnig með mótun félagslegs umhverfis sem sjálft byggist að hluta á erfðafræðilegum þáttum foreldra. Rannsóknin dregur þannig fram mikilvæga ályktun fyrir stefnumótun: Erfðir eru ekki óumbreytanleg örlög. Í ljósi þess að stór hluti áhrifanna birtist í gegnum mótanlegt félagslegt umhverfi — svo sem menntakerfi, húsnæðisstefnu og aðgang að vinnumarkaði – geta stjórnvöld með markvissum aðgerðum dregið úr þeim hluta sem ella myndi erfast milli kynslóða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ný rannsókn á samspili erfða og félagslegs hreyfanleika leiðir í ljós að áhrif erfða á menntun, tekjur og eignastöðu eru bæði sterk og viðvarandi yfir kynslóðir. Rannsóknin byggir á gögnum úr hollenska Lifelines Biobank og skattframtölum frá árunum 2006–2022, þar sem notast er við fjölgenavísitölu (e. polygenic index, PGI) fyrir menntun sem mælikvarða á erfðafræðilega tilhneigingu til námsárangurs. Niðurstöðurnar sýna að börn hagnast bæði á beinum erfðum og á félagslegu umhverfi sem mótast af erfðum foreldra. Um helmingur áhrifa stafar af erfðaefni sem flyst beint til barnsins, en hinn helmingurinn felst í svokallaðri erfðaumönnun (genetic nurture), þ.e. að erfðir foreldra hafi áhrif á hegðun, menntun og tekjur þeirra sjálfra, sem aftur mótar félagslegt og efnahagslegt umhverfi barnsins Þessi óbeinu áhrif eru sérstaklega sýnileg þegar litið er til húsnæðismála, þar sem velstæðir foreldrar geta veitt börnum sínum fjárhagslega aðstoð og stuðlað þannig að efnahagslegum framgangi þeirra. Áhrifin eru umtalsverð í tölfræðilegu samhengi, því að 10 prósentustiga hækkun í PGI foreldris, hækkar menntun barnsins að jafnaði um 0,11 ár og færir það um 0,7 sæti upp tekjudreifinguna. Þessar niðurstöður staðfesta að erfðir eru eitt af þeim öflum sem festa félags- og efnahagslega stöðu milli kynslóða –ekki einungis í gegnum líffræðilegan arf– heldur einnig með mótun félagslegs umhverfis sem sjálft byggist að hluta á erfðafræðilegum þáttum foreldra. Rannsóknin dregur þannig fram mikilvæga ályktun fyrir stefnumótun: Erfðir eru ekki óumbreytanleg örlög. Í ljósi þess að stór hluti áhrifanna birtist í gegnum mótanlegt félagslegt umhverfi — svo sem menntakerfi, húsnæðisstefnu og aðgang að vinnumarkaði – geta stjórnvöld með markvissum aðgerðum dregið úr þeim hluta sem ella myndi erfast milli kynslóða. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar