Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2025 14:52 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnum flokksins. Lengst til vinstri er Ólafur Adolfsson þingflokksformaður. Vísir/Anton Brink Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann. Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að tveimur starfsmönnum hafi verið sagt upp, þeim Andra Steini Hilmarssyni og Viktori Inga Lorange. Hann segir til standa að fá nýtt fólk inn í staðinn fyrir þau sem frá hverfa. Ólafur er nýtekinn við formennsku í þingflokknum eftir að Hildur Sverrisdóttir steig til hliðar úr formennskustól. Framkvæmdastjóriskipti urðu hjá flokknum í apríl þegar Björg Ásta Þórðardóttir tók við af Þórði Þórarinssyni sem hafði gegnt starfinu í ellefu ár. Þá var Berta Gunnarsdóttir ráðin fjármálastjóri flokksins í vor. Á Mbl.is kemur fram að Sigurbjörn Ingimundarson aðstoðarframkvæmdastjóri og Lilja Birgisdóttir framkvæmdastjóri landsfundar hafa einnig horfið á braut hjá flokknum eftir kjör Guðrúnar. Breytingarnar koma allar í kjölfar formannskjörs Guðrúnar Hafsteinsdóttur í febrúar þegar hún hafði betur eftir harða og jafna baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Áslaug Arna ákvað í kjölfarið að fara í leyfi frá Alþingi og er nú í háskólanámi í New York. Andri Steinn, sem sagt var upp í dag, er fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu frá því hún var ráðherra. Þá var hann hluti af teymi hennar í kosningarbaráttunni um formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum í upphafi árs. Viktor Ingi tilheyrir sömuleiðis þeim hópi Sjálfstæðismanna sem stóð með Áslaugu Örnu í baráttunni við Guðrúnu um formanninn. Þá gætu fleiri stórar breytingar verið í farvatninu hjá flokknum en komið hefur fram að til skoðunar sé að flytja starfsemi flokksins úr Valhöll í Reykjavík. Eftir brotthvarfi Andra Steins og Viktors Inga eru sex starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau eru Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og svo almennu starfsmennirnir Helgi Brynjarsson, Kristófer Már Maronsson, Sigríður Erla Sturludóttir og Tómas Þór Þórðarson auk Árna Grétars Finnssonar, aðstoðarmanns Guðrúnar formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að tveimur starfsmönnum hafi verið sagt upp, þeim Andra Steini Hilmarssyni og Viktori Inga Lorange. Hann segir til standa að fá nýtt fólk inn í staðinn fyrir þau sem frá hverfa. Ólafur er nýtekinn við formennsku í þingflokknum eftir að Hildur Sverrisdóttir steig til hliðar úr formennskustól. Framkvæmdastjóriskipti urðu hjá flokknum í apríl þegar Björg Ásta Þórðardóttir tók við af Þórði Þórarinssyni sem hafði gegnt starfinu í ellefu ár. Þá var Berta Gunnarsdóttir ráðin fjármálastjóri flokksins í vor. Á Mbl.is kemur fram að Sigurbjörn Ingimundarson aðstoðarframkvæmdastjóri og Lilja Birgisdóttir framkvæmdastjóri landsfundar hafa einnig horfið á braut hjá flokknum eftir kjör Guðrúnar. Breytingarnar koma allar í kjölfar formannskjörs Guðrúnar Hafsteinsdóttur í febrúar þegar hún hafði betur eftir harða og jafna baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Áslaug Arna ákvað í kjölfarið að fara í leyfi frá Alþingi og er nú í háskólanámi í New York. Andri Steinn, sem sagt var upp í dag, er fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu frá því hún var ráðherra. Þá var hann hluti af teymi hennar í kosningarbaráttunni um formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum í upphafi árs. Viktor Ingi tilheyrir sömuleiðis þeim hópi Sjálfstæðismanna sem stóð með Áslaugu Örnu í baráttunni við Guðrúnu um formanninn. Þá gætu fleiri stórar breytingar verið í farvatninu hjá flokknum en komið hefur fram að til skoðunar sé að flytja starfsemi flokksins úr Valhöll í Reykjavík. Eftir brotthvarfi Andra Steins og Viktors Inga eru sex starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau eru Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og svo almennu starfsmennirnir Helgi Brynjarsson, Kristófer Már Maronsson, Sigríður Erla Sturludóttir og Tómas Þór Þórðarson auk Árna Grétars Finnssonar, aðstoðarmanns Guðrúnar formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira