Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. september 2025 21:11 Mun færi íbúðir eru í byggingu nú en fyrir ári síðan. Vísir/Anton Brink Samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins er samdráttur hafinn í byggingariðnaðinum eftir fjögurra ára vaxtarskeið. Störfum hefur fækkað, innflutningur bygginarefna minnkað og fjöldi íbúða í byggingu dregist saman. Greiningin er dagsett 11. september og gerir grein fyrir því að byggingariðnaðurinn sé ein af undirstöðum íslensks efnahagslífs. „Niðursveiflan í byggingariðnaðinum hefur bein áhrif á hagvöxt, sem mældist aðeins 0,3 prósent á fyrri helmingi ársins eftir samdrátt í fyrra. Efnahagsáhætta fylgir miklum sveiflum í greininni. Slíkar sveiflur skapa efnahagslegan vítahring þar sem samdráttur í dag býr til skort á íbúðum og lakari innviði á morgun, sem aftur leiðir af sér minni framleiðni, lakari samkeppnishæfni, verðbólgu og hærri vexti,“ segir í greiningunni. Árið 2024 nam velta í byggingariðnaði og mannvirkjagerð 660 milljörðum króna, eða um níu prósent af heildarveltu í hagkerfinu. Á fyrri hluta ársins 2025 nam veltan tæpum 310 milljörðum króna sem samsvarar um tveggja prósenta samdrætti. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem samdráttur mælist í greininni. Í greininni segir að umtalsverður samdráttur er í uppbyggingu íbúða en nú eru rúmlega 5500 íbúðir í byggingu. Í júní árið 2024 voru hins vegar rúmlega sex þúsund íbúðir í byggingu. Ástæðan fyrir samdrætti í iðnaðinum séu þá til að mynda háir stýrivextir Seðlabankans sem hafi gert fjármögnun íbúðauppbyggingar dýrari. Þá hafi einnig háir vextir íbúðakaupenda og ströng lánaskilyrði hægt á sölu íbúða. „Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur hins vegar verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu veðri og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum.“ Störfin fækka Um tuttugu þúsund manns störfuðu í byggingariðnaðinum í júlí 2024 og nam það um níu prósentum af heildarfjölda starfandi á Íslandi. Ef fjöldi starfandi í júlí 2024 og 2025 má sjá að störfunum fækkaði um eitt prósent. „Einnig hefur hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfandi í greininni lækkað umtalsvert. Það var rúmlega 10% á öðrum ársfjórðungi í fyrra en var komið niður í tæplega 6% á öðrum ársfjórðungi í ár.“ Sömuleiðis er samdráttur í innflutningi byggingarefnis sem nemur 34 prósentum af innfluttu timbri, 23 prósentum í krossviði og rúmlega tíu prósent í spóna- og byggingarplötum. Samanborið var vöxtur í slíkum innflutningi fyrir ári síðan en sömu þróun má einnig sjá í sementssölu. Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Greiningin er dagsett 11. september og gerir grein fyrir því að byggingariðnaðurinn sé ein af undirstöðum íslensks efnahagslífs. „Niðursveiflan í byggingariðnaðinum hefur bein áhrif á hagvöxt, sem mældist aðeins 0,3 prósent á fyrri helmingi ársins eftir samdrátt í fyrra. Efnahagsáhætta fylgir miklum sveiflum í greininni. Slíkar sveiflur skapa efnahagslegan vítahring þar sem samdráttur í dag býr til skort á íbúðum og lakari innviði á morgun, sem aftur leiðir af sér minni framleiðni, lakari samkeppnishæfni, verðbólgu og hærri vexti,“ segir í greiningunni. Árið 2024 nam velta í byggingariðnaði og mannvirkjagerð 660 milljörðum króna, eða um níu prósent af heildarveltu í hagkerfinu. Á fyrri hluta ársins 2025 nam veltan tæpum 310 milljörðum króna sem samsvarar um tveggja prósenta samdrætti. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem samdráttur mælist í greininni. Í greininni segir að umtalsverður samdráttur er í uppbyggingu íbúða en nú eru rúmlega 5500 íbúðir í byggingu. Í júní árið 2024 voru hins vegar rúmlega sex þúsund íbúðir í byggingu. Ástæðan fyrir samdrætti í iðnaðinum séu þá til að mynda háir stýrivextir Seðlabankans sem hafi gert fjármögnun íbúðauppbyggingar dýrari. Þá hafi einnig háir vextir íbúðakaupenda og ströng lánaskilyrði hægt á sölu íbúða. „Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur hins vegar verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu veðri og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum.“ Störfin fækka Um tuttugu þúsund manns störfuðu í byggingariðnaðinum í júlí 2024 og nam það um níu prósentum af heildarfjölda starfandi á Íslandi. Ef fjöldi starfandi í júlí 2024 og 2025 má sjá að störfunum fækkaði um eitt prósent. „Einnig hefur hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfandi í greininni lækkað umtalsvert. Það var rúmlega 10% á öðrum ársfjórðungi í fyrra en var komið niður í tæplega 6% á öðrum ársfjórðungi í ár.“ Sömuleiðis er samdráttur í innflutningi byggingarefnis sem nemur 34 prósentum af innfluttu timbri, 23 prósentum í krossviði og rúmlega tíu prósent í spóna- og byggingarplötum. Samanborið var vöxtur í slíkum innflutningi fyrir ári síðan en sömu þróun má einnig sjá í sementssölu.
Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira