„Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 10:38 Kristbjörg við skrifborðið heima hjá hjónunum í Doha í Katar. Til hægri má sjá sprengjuummerkin úr öryggismyndavél á mánudaginn. Kristbjörg/Getty Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag. Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent