Ellison klórar í hælana á Musk Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2025 18:51 Larry Ellison og Elon Musk, tveir auðugustu menn heimsins. AP Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. Hækkunin hjá Oracle varð eftir mjög jákvætt uppgjör sem birt var í gær og að ljóst varð að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu gert mjög stóran samning við gervigreindarfyrirtækið OpenAI. Ellison er í það minnsta nærri því að velta Elon Musk úr sessi sem auðugasti maður heims, en tvennum sögum fer af því hver staðan er eftir daginn í dag. Nokkrir fjölmiðlar ytra segja Ellison hafa tekið fram úr Musk en aðrir segja hann ekki hafa náð því enn. Í frétt Wall Street Journal, sem segir að Ellison hafi ekki tekið fram úr Musk enn, kemur fram að fyrr á þessu ári hafi auður Musks verið metinn á um 420 milljarða dala en auður Ellison var þá metinn á um 230 milljarða. Forbes birti í morgun lista yfir ríkustu menn Bandaríkjanna og í mörgum tilfellum ríkustu menn heimsins, en þar er Musk í efsta sæti. Auður hans var þar metinn á 428 milljarða dala. Larry Ellison er í öðru sæti á listanum með 276 milljarða. Mark Zuckerberg er í því þriðja með 253 milljarða og Jeff Bezos í því fjórða með 241 milljarð dala. Í þessum tölum um Ellison eru vendingar dagsins með virði hlutabréfa Oracle ekki inn í reikningum. AP fréttaveitan segir að með þeim auði sem Ellison eignaðist bara í dag væri hægt að reka um fimm milljónir fjölskyldna í Bandaríkjunum, eða öllum íbúum Flórída, í um það bil ár. Bloomberg er meðal þeirra miðla sem segja Ellison hafa velt Musk úr sessi eftir daginn. Sá miðill metur Musk á 385 milljarða dala en auð Ellison á 393 milljarða. Gífurleg hækkun hjá Oracle Auður Musks er að mestu bundinn í hlutabréf hans í nokkrum félögum sem hann annaðhvort stofnaði eða stjórnar nú. Má þar nefna Tesla, SpaceX og xAI. Í frétt Wall Street Journal segir að hlutur hans í Tesla sé um 250 milljarða dala virði. Stjórn félagsins lagði nýverið til að á næsta áratug fengi hann hlutabréf sem yrðu allt að billjón dala virði fyrir störf sín sem forstjóri Tesla. Svipaða sögu er að segja af auði Ellisons en hann er að mestu bundinn við hlutabréf og þá að miklu leyti í Oracle. Virði þeirra hlutabréfa hefur tvöfaldast á árinu á sama tíma og virði hlutabréfa Tesla hefur minnkað um fjórtán prósent eða svo. Það hefur dregið úr auði Musks um um það bil fjörutíu milljarða dala. Ellison, sem er 81 árs gamall, stofnaði Oracle árið 1977. Fyrirtækið var lengi í samkeppni við Microsoft og Ellison í samkeppni við Bill Gates um titilinn ríkasti maður heims. Ellison á enn rúmlega fjörutíu prósenta hlut í Oracle, sem er um fjögur hundruð milljarða dala virði eftir daginn í dag, samkvæmt WSJ. OpenAI hefur að mestur reitt sig á Microsoft þegar kemur að gagnaverum til að keyra gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT. Microsoft, sem hefur fjárfest verulega í OpenAI, hefur þó ekki getað annað eftirspurn frá OpenAI og var gervigreindarfyrirtækinu því veitt leyfi til að gera samninga við önnur fyrirtækið. Oracle varð fyrir valinu. Áðurnefnt uppgjör og samningurinn við OpenAI hefur leitt til þess að dagurinn í dag hefur verið sá besti fyrir hluthafa í Oracle frá 1992, samkvæmt frétt CNBC. Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hækkunin hjá Oracle varð eftir mjög jákvætt uppgjör sem birt var í gær og að ljóst varð að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu gert mjög stóran samning við gervigreindarfyrirtækið OpenAI. Ellison er í það minnsta nærri því að velta Elon Musk úr sessi sem auðugasti maður heims, en tvennum sögum fer af því hver staðan er eftir daginn í dag. Nokkrir fjölmiðlar ytra segja Ellison hafa tekið fram úr Musk en aðrir segja hann ekki hafa náð því enn. Í frétt Wall Street Journal, sem segir að Ellison hafi ekki tekið fram úr Musk enn, kemur fram að fyrr á þessu ári hafi auður Musks verið metinn á um 420 milljarða dala en auður Ellison var þá metinn á um 230 milljarða. Forbes birti í morgun lista yfir ríkustu menn Bandaríkjanna og í mörgum tilfellum ríkustu menn heimsins, en þar er Musk í efsta sæti. Auður hans var þar metinn á 428 milljarða dala. Larry Ellison er í öðru sæti á listanum með 276 milljarða. Mark Zuckerberg er í því þriðja með 253 milljarða og Jeff Bezos í því fjórða með 241 milljarð dala. Í þessum tölum um Ellison eru vendingar dagsins með virði hlutabréfa Oracle ekki inn í reikningum. AP fréttaveitan segir að með þeim auði sem Ellison eignaðist bara í dag væri hægt að reka um fimm milljónir fjölskyldna í Bandaríkjunum, eða öllum íbúum Flórída, í um það bil ár. Bloomberg er meðal þeirra miðla sem segja Ellison hafa velt Musk úr sessi eftir daginn. Sá miðill metur Musk á 385 milljarða dala en auð Ellison á 393 milljarða. Gífurleg hækkun hjá Oracle Auður Musks er að mestu bundinn í hlutabréf hans í nokkrum félögum sem hann annaðhvort stofnaði eða stjórnar nú. Má þar nefna Tesla, SpaceX og xAI. Í frétt Wall Street Journal segir að hlutur hans í Tesla sé um 250 milljarða dala virði. Stjórn félagsins lagði nýverið til að á næsta áratug fengi hann hlutabréf sem yrðu allt að billjón dala virði fyrir störf sín sem forstjóri Tesla. Svipaða sögu er að segja af auði Ellisons en hann er að mestu bundinn við hlutabréf og þá að miklu leyti í Oracle. Virði þeirra hlutabréfa hefur tvöfaldast á árinu á sama tíma og virði hlutabréfa Tesla hefur minnkað um fjórtán prósent eða svo. Það hefur dregið úr auði Musks um um það bil fjörutíu milljarða dala. Ellison, sem er 81 árs gamall, stofnaði Oracle árið 1977. Fyrirtækið var lengi í samkeppni við Microsoft og Ellison í samkeppni við Bill Gates um titilinn ríkasti maður heims. Ellison á enn rúmlega fjörutíu prósenta hlut í Oracle, sem er um fjögur hundruð milljarða dala virði eftir daginn í dag, samkvæmt WSJ. OpenAI hefur að mestur reitt sig á Microsoft þegar kemur að gagnaverum til að keyra gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT. Microsoft, sem hefur fjárfest verulega í OpenAI, hefur þó ekki getað annað eftirspurn frá OpenAI og var gervigreindarfyrirtækinu því veitt leyfi til að gera samninga við önnur fyrirtækið. Oracle varð fyrir valinu. Áðurnefnt uppgjör og samningurinn við OpenAI hefur leitt til þess að dagurinn í dag hefur verið sá besti fyrir hluthafa í Oracle frá 1992, samkvæmt frétt CNBC.
Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira