Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 10. september 2025 14:32 Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun