Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 11:24 Pólskir slökkviliðsmenn tryggja brak úr dróna sem var skotinn niður í Czosnowka í dag. AP/Piotr Pyrkosz Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður allt að fjóra af nítján rússneskum drónum sem rufu lofthelgi landsins í nótt, að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra. „Ég hef enga ástæðu til þess að halda því fram að við séum á barmi stríðs en það hefur verið farið yfir strikið og þetta er óviðlíkjanlega hættulegra en fram að þessu,“ sagði Tusk á pólska þinginu í morgun. „Þessi staða færir okkar nær opnum stríðsátökum en við höfum verið frá síðari heimsstyrjöldinni.“ Sjö, og mögulega átta, drónar hafa fundist á nokkrum stöðum víðsvegar um Pólland, að sögn innanríkisráðuneyti þess. Þetta er í fyrsta skipti frá upphafi stríðsins í Úkraínu sem NATO-flugvélar hafa skotið niður rússneskar vígvélar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hélt því fram í morgun að drónarnir sem fóru inn í pólsku lofthelgina hefðu verið tuttugu og fjórir. Það hafi þó ekki verið endanlega staðfest. Pólsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að fjórða grein stofnsáttmála NATO verði virkjuð en hún felur í sér að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Jafnvel Orbán telur uppákomuna óásættanlega Evrópskir leiðtogar telja að Rússar hafi vísvitandi sent drónana til Póllands til þess að ögra og stigmagna átökin í Úkraínu. „Stríð Rússlands er að stigmagnast en ekki að ljúka. Við sáum alvarlegasta rof Rússa á lofthelgi Evrópu í Póllandi í nótt frá því að stríðið hófst og vísbendingar eru um að þetta hafi verið viljaverk, ekki óvart,“ sagði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, á sérstökum neyðarfundi ríkisstjórnar sinnar vegna drónaflugs Rússa inn í landið.AP/forsætisráðuneyti Póllands Talsmaður stjórnvalda í Kreml vildi ekki tjá sig um drónaflugið þegar hann var spurður í dag. Sakaði hann Evrópusambandið og NATO um að setja reglulega fram stoðlausar ásakanir um ögranir Rússa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði uppákomuna óásættanlega og að hann ætlaði að funda með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO. Alexander Stubb, forseti Finnlands, sakaði Rússa um að reyna að stigmagna átök við Evrópu. Jafnvel Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands og nánasti bandamaður Vladímírs Pútín í Evrópu, tók undir að drónaflugið væri ekki ásættanlegt. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður allt að fjóra af nítján rússneskum drónum sem rufu lofthelgi landsins í nótt, að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra. „Ég hef enga ástæðu til þess að halda því fram að við séum á barmi stríðs en það hefur verið farið yfir strikið og þetta er óviðlíkjanlega hættulegra en fram að þessu,“ sagði Tusk á pólska þinginu í morgun. „Þessi staða færir okkar nær opnum stríðsátökum en við höfum verið frá síðari heimsstyrjöldinni.“ Sjö, og mögulega átta, drónar hafa fundist á nokkrum stöðum víðsvegar um Pólland, að sögn innanríkisráðuneyti þess. Þetta er í fyrsta skipti frá upphafi stríðsins í Úkraínu sem NATO-flugvélar hafa skotið niður rússneskar vígvélar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hélt því fram í morgun að drónarnir sem fóru inn í pólsku lofthelgina hefðu verið tuttugu og fjórir. Það hafi þó ekki verið endanlega staðfest. Pólsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að fjórða grein stofnsáttmála NATO verði virkjuð en hún felur í sér að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Jafnvel Orbán telur uppákomuna óásættanlega Evrópskir leiðtogar telja að Rússar hafi vísvitandi sent drónana til Póllands til þess að ögra og stigmagna átökin í Úkraínu. „Stríð Rússlands er að stigmagnast en ekki að ljúka. Við sáum alvarlegasta rof Rússa á lofthelgi Evrópu í Póllandi í nótt frá því að stríðið hófst og vísbendingar eru um að þetta hafi verið viljaverk, ekki óvart,“ sagði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, á sérstökum neyðarfundi ríkisstjórnar sinnar vegna drónaflugs Rússa inn í landið.AP/forsætisráðuneyti Póllands Talsmaður stjórnvalda í Kreml vildi ekki tjá sig um drónaflugið þegar hann var spurður í dag. Sakaði hann Evrópusambandið og NATO um að setja reglulega fram stoðlausar ásakanir um ögranir Rússa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði uppákomuna óásættanlega og að hann ætlaði að funda með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO. Alexander Stubb, forseti Finnlands, sakaði Rússa um að reyna að stigmagna átök við Evrópu. Jafnvel Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands og nánasti bandamaður Vladímírs Pútín í Evrópu, tók undir að drónaflugið væri ekki ásættanlegt.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira