Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar 10. september 2025 08:02 Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti. Þá þarf að tryggja fjármagn til lágþröskuldaúrræða eins þau gjaldfrjálsu meðferðarúrræði sem Píeta samtökin veita ásamt hjálparsímanum 552 2218 sem er opinn allan sólahringinn allt árið um kring. Slík verkefni eru hornsteinar í lýðheilsu samfélagsins. Segðu það upphátt! Í dag, þann10. september, er alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum, brjóta niður skömm og þöggun í kringum geðræna erfiðleika og hvetja fólk til að tala saman og hlusta af einlægni, sýna samkennd, hlýju og virðingu. Margir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu tilfinningu sem lýsir sér sem óbærilegum sársauka – en vilja í raun ekki deyja, heldur hætta að líða illa. Það skiptir því öllu máli að rjúfa þögnina. Að ræða opinskátt um líðan, viðurkenna tilfinningar og sýna samkennd getur bjargað lífi. Gott forvarnaráð er að venja sig við að spyrja vini og fjölskyldu einfaldrar spurningar: Hvernig hefur þú það í alvöru? Og síðan að hlusta – án þess að dæma, með opnu hjarta. Ungt fólk og eldra fólk Sjálfsvíg snerta fólk á öllum aldri, en þrátt fyrir aukna umræðu er enn rík þörf á vitundarvakningu. Í dag langar mig til að beina sjónum að mikilvægi forvarna tveggja hópa; ungmenna og eldra fólks. Ungt fólk upplifir oft álag og tilfinningalegan óstöðugleika sem gjarnan fylgir unglingsárunum, hefur áhyggjur af framtíðinni er óöruggt með sjálfsmyndina og upplifir pressu frá samfélagsmiðlum. Þau geta átt erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita ekki hvar þau geta leitað hjálpar. Á sama tíma getur eldra fólk upplifað einsemd, missi, veikindi eða skerta þátttöku í samfélaginu, sem getur leitt til einmanaleika og depurðar en leita sér kannski ekki hjálpar. Við þurfum því alltaf að vera að ávarpa vandann, segja frá bjargráðum og benda á úrræði. Í dag hvet ég þig til að horfa til ungmenna og eldra fólks í þínu nærumhverfi og hlusta eftir líðan þeirra. Með samhug, fræðslu og öflugri samfélagslegri umræðu getum við byggt upp samfélag þar sem fólk þorir að leita sér hjálpar og finnur að líf þeirra skiptir máli. Á degi sem þessum erum við minnt á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað – ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verki. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Geðheilbrigði Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti. Þá þarf að tryggja fjármagn til lágþröskuldaúrræða eins þau gjaldfrjálsu meðferðarúrræði sem Píeta samtökin veita ásamt hjálparsímanum 552 2218 sem er opinn allan sólahringinn allt árið um kring. Slík verkefni eru hornsteinar í lýðheilsu samfélagsins. Segðu það upphátt! Í dag, þann10. september, er alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum, brjóta niður skömm og þöggun í kringum geðræna erfiðleika og hvetja fólk til að tala saman og hlusta af einlægni, sýna samkennd, hlýju og virðingu. Margir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu tilfinningu sem lýsir sér sem óbærilegum sársauka – en vilja í raun ekki deyja, heldur hætta að líða illa. Það skiptir því öllu máli að rjúfa þögnina. Að ræða opinskátt um líðan, viðurkenna tilfinningar og sýna samkennd getur bjargað lífi. Gott forvarnaráð er að venja sig við að spyrja vini og fjölskyldu einfaldrar spurningar: Hvernig hefur þú það í alvöru? Og síðan að hlusta – án þess að dæma, með opnu hjarta. Ungt fólk og eldra fólk Sjálfsvíg snerta fólk á öllum aldri, en þrátt fyrir aukna umræðu er enn rík þörf á vitundarvakningu. Í dag langar mig til að beina sjónum að mikilvægi forvarna tveggja hópa; ungmenna og eldra fólks. Ungt fólk upplifir oft álag og tilfinningalegan óstöðugleika sem gjarnan fylgir unglingsárunum, hefur áhyggjur af framtíðinni er óöruggt með sjálfsmyndina og upplifir pressu frá samfélagsmiðlum. Þau geta átt erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita ekki hvar þau geta leitað hjálpar. Á sama tíma getur eldra fólk upplifað einsemd, missi, veikindi eða skerta þátttöku í samfélaginu, sem getur leitt til einmanaleika og depurðar en leita sér kannski ekki hjálpar. Við þurfum því alltaf að vera að ávarpa vandann, segja frá bjargráðum og benda á úrræði. Í dag hvet ég þig til að horfa til ungmenna og eldra fólks í þínu nærumhverfi og hlusta eftir líðan þeirra. Með samhug, fræðslu og öflugri samfélagslegri umræðu getum við byggt upp samfélag þar sem fólk þorir að leita sér hjálpar og finnur að líf þeirra skiptir máli. Á degi sem þessum erum við minnt á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað – ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verki. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun