Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar 10. september 2025 08:02 Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti. Þá þarf að tryggja fjármagn til lágþröskuldaúrræða eins þau gjaldfrjálsu meðferðarúrræði sem Píeta samtökin veita ásamt hjálparsímanum 552 2218 sem er opinn allan sólahringinn allt árið um kring. Slík verkefni eru hornsteinar í lýðheilsu samfélagsins. Segðu það upphátt! Í dag, þann10. september, er alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum, brjóta niður skömm og þöggun í kringum geðræna erfiðleika og hvetja fólk til að tala saman og hlusta af einlægni, sýna samkennd, hlýju og virðingu. Margir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu tilfinningu sem lýsir sér sem óbærilegum sársauka – en vilja í raun ekki deyja, heldur hætta að líða illa. Það skiptir því öllu máli að rjúfa þögnina. Að ræða opinskátt um líðan, viðurkenna tilfinningar og sýna samkennd getur bjargað lífi. Gott forvarnaráð er að venja sig við að spyrja vini og fjölskyldu einfaldrar spurningar: Hvernig hefur þú það í alvöru? Og síðan að hlusta – án þess að dæma, með opnu hjarta. Ungt fólk og eldra fólk Sjálfsvíg snerta fólk á öllum aldri, en þrátt fyrir aukna umræðu er enn rík þörf á vitundarvakningu. Í dag langar mig til að beina sjónum að mikilvægi forvarna tveggja hópa; ungmenna og eldra fólks. Ungt fólk upplifir oft álag og tilfinningalegan óstöðugleika sem gjarnan fylgir unglingsárunum, hefur áhyggjur af framtíðinni er óöruggt með sjálfsmyndina og upplifir pressu frá samfélagsmiðlum. Þau geta átt erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita ekki hvar þau geta leitað hjálpar. Á sama tíma getur eldra fólk upplifað einsemd, missi, veikindi eða skerta þátttöku í samfélaginu, sem getur leitt til einmanaleika og depurðar en leita sér kannski ekki hjálpar. Við þurfum því alltaf að vera að ávarpa vandann, segja frá bjargráðum og benda á úrræði. Í dag hvet ég þig til að horfa til ungmenna og eldra fólks í þínu nærumhverfi og hlusta eftir líðan þeirra. Með samhug, fræðslu og öflugri samfélagslegri umræðu getum við byggt upp samfélag þar sem fólk þorir að leita sér hjálpar og finnur að líf þeirra skiptir máli. Á degi sem þessum erum við minnt á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað – ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verki. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Geðheilbrigði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti. Þá þarf að tryggja fjármagn til lágþröskuldaúrræða eins þau gjaldfrjálsu meðferðarúrræði sem Píeta samtökin veita ásamt hjálparsímanum 552 2218 sem er opinn allan sólahringinn allt árið um kring. Slík verkefni eru hornsteinar í lýðheilsu samfélagsins. Segðu það upphátt! Í dag, þann10. september, er alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum, brjóta niður skömm og þöggun í kringum geðræna erfiðleika og hvetja fólk til að tala saman og hlusta af einlægni, sýna samkennd, hlýju og virðingu. Margir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu tilfinningu sem lýsir sér sem óbærilegum sársauka – en vilja í raun ekki deyja, heldur hætta að líða illa. Það skiptir því öllu máli að rjúfa þögnina. Að ræða opinskátt um líðan, viðurkenna tilfinningar og sýna samkennd getur bjargað lífi. Gott forvarnaráð er að venja sig við að spyrja vini og fjölskyldu einfaldrar spurningar: Hvernig hefur þú það í alvöru? Og síðan að hlusta – án þess að dæma, með opnu hjarta. Ungt fólk og eldra fólk Sjálfsvíg snerta fólk á öllum aldri, en þrátt fyrir aukna umræðu er enn rík þörf á vitundarvakningu. Í dag langar mig til að beina sjónum að mikilvægi forvarna tveggja hópa; ungmenna og eldra fólks. Ungt fólk upplifir oft álag og tilfinningalegan óstöðugleika sem gjarnan fylgir unglingsárunum, hefur áhyggjur af framtíðinni er óöruggt með sjálfsmyndina og upplifir pressu frá samfélagsmiðlum. Þau geta átt erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita ekki hvar þau geta leitað hjálpar. Á sama tíma getur eldra fólk upplifað einsemd, missi, veikindi eða skerta þátttöku í samfélaginu, sem getur leitt til einmanaleika og depurðar en leita sér kannski ekki hjálpar. Við þurfum því alltaf að vera að ávarpa vandann, segja frá bjargráðum og benda á úrræði. Í dag hvet ég þig til að horfa til ungmenna og eldra fólks í þínu nærumhverfi og hlusta eftir líðan þeirra. Með samhug, fræðslu og öflugri samfélagslegri umræðu getum við byggt upp samfélag þar sem fólk þorir að leita sér hjálpar og finnur að líf þeirra skiptir máli. Á degi sem þessum erum við minnt á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað – ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verki. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun