Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. september 2025 21:58 Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti þess að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. Greint var frá því í dag að fjármálaráðherra hefði ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun pítsaostsins til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Þetta hefði komið fram í bréfi þess efnis til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem sendi Íslandi formlegt áminningarbréf í apríl vegna rangrar tollflokkunar ostsins, sem sagt var að hamlaði frjálsu flæði vara. Málið á sér langa forsögu sem hófst árið 2020 þegar heildsala hér á landi hóf innflutning pítsaosts með íblandaðri jurtaolíu, en miklar deilur hafa staðið yfir um tollflokkun hans síðan. Hægt er að lesa meira um söguna hér: Breytingar á flokkun feli ekki í sér afnámi tolla Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði segir að í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA andmæli ráðuneytið réttilega þeirri niðurstöðu ESA að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar og mótmæli rangfærslum sem þar hafi komið fram. „Athygli vekur að ráðuneytið kýs í niðurlagi bréfsins að tilkynna ESA um áform um breytta tollflokkun vörunnar í samræmi við álit WCO, þó ekki verði séð að til þess standi sérstök nauðsyn.“ Samtök fyrirtækja í landbúnaði geri ráð fyrir að boðuð breytingh á tollflokkun feli ekki í sér afnám tolla á vöruna, enda standi engar skuldbindingar til þess. „Boðuð breyting felur ekki í sér afnám tolla. Það er vel hægt að ákvarða toll á ný tollnúmer og við gerum ráð fyrir að svo verði gert í þessu tilfelli,” segir Margrét. “Það er því alveg ljóst að vel er hægt að gæta áfram að samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu sé pólitískur vilji fyrir því. Við höfum ekki fundið annað frá stjórnvöldum en að svo sé,“ er haft eftir Margréti Gísladóttur í tilkynningu. Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Atvinnurekendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Sjá meira
Greint var frá því í dag að fjármálaráðherra hefði ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun pítsaostsins til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Þetta hefði komið fram í bréfi þess efnis til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem sendi Íslandi formlegt áminningarbréf í apríl vegna rangrar tollflokkunar ostsins, sem sagt var að hamlaði frjálsu flæði vara. Málið á sér langa forsögu sem hófst árið 2020 þegar heildsala hér á landi hóf innflutning pítsaosts með íblandaðri jurtaolíu, en miklar deilur hafa staðið yfir um tollflokkun hans síðan. Hægt er að lesa meira um söguna hér: Breytingar á flokkun feli ekki í sér afnámi tolla Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði segir að í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA andmæli ráðuneytið réttilega þeirri niðurstöðu ESA að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar og mótmæli rangfærslum sem þar hafi komið fram. „Athygli vekur að ráðuneytið kýs í niðurlagi bréfsins að tilkynna ESA um áform um breytta tollflokkun vörunnar í samræmi við álit WCO, þó ekki verði séð að til þess standi sérstök nauðsyn.“ Samtök fyrirtækja í landbúnaði geri ráð fyrir að boðuð breytingh á tollflokkun feli ekki í sér afnám tolla á vöruna, enda standi engar skuldbindingar til þess. „Boðuð breyting felur ekki í sér afnám tolla. Það er vel hægt að ákvarða toll á ný tollnúmer og við gerum ráð fyrir að svo verði gert í þessu tilfelli,” segir Margrét. “Það er því alveg ljóst að vel er hægt að gæta áfram að samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu sé pólitískur vilji fyrir því. Við höfum ekki fundið annað frá stjórnvöldum en að svo sé,“ er haft eftir Margréti Gísladóttur í tilkynningu.
Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Atvinnurekendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Sjá meira