Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 9. september 2025 14:31 Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem til stendur að stytta bótatímabilið úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði og herða á ávinnsluskilyrðum. Þessi áform endurspeglast einnig í frumvarpi til fjárlaga sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær. Áætlað er að þessi skerðing á réttindum launafólks muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári þegar hún verður að fullu innleidd. Atvinnuþáttaka allra hópa á Íslandi er sú mesta innan OECD og atvinnuleysi er einnig með minnsta móti, þar með talið langtímaatvinnuleysi. Ekki er því að sjá að knýjandi þörf sé á breytingum á atvinnuleysistryggingakerfinu og skerðingu á afkomutryggingu launafólks. Markmið breytinganna er sagt vera að stuðla að aukinni virkni þeirra sem lenda í langtímaatvinnuleysi en óljóst er með öllu hvernig ná skuli því markmiði með því einu að skerða réttindi og afkomuöryggi launafólks í viðkvæmri stöðu. Réttara er að kalla breytingarnar því nafni sem þær eru, sparnaðartillögur. Atvinnuleysistryggingar eru vernd gegn afkomumissi Atvinnuleysistryggingar varða grundvallarakomu launafólks og veita vernd við atvinnumissi. Réttindin koma ekki sjálfkrafa heldur safnast upp í gegnum þátttöku á vinnumarkaði. Breyttur vinnumarkaður, tæknibreytingar og minni festa í ráðningarsamböndum sem draga úr afkomuöryggi launafólks minnka síður en svo þörf fyrir öflugar atvinnuleysistryggingar. Samið var fyrst um atvinnuleysistryggingar árið 1955 í kjölfar harðra átaka og einhverra lengstu verkfalla sem verið hafa á vinnumarkaði. Í fyrstu var atvinnuleysistryggingasjóður í höndum verkalýðsfélaganna en síðar tóku stjórnvöld yfir sjóðinn og færðu undir Vinnumálastofnun sem einnig tók að sér alla umsýslu vegna hans. Þannig voru það aðilar vinnumarkaðarins sem settu kerfið á fót og hafa breytingar á því hingað til verið gerðar í samráði við þá. Niðurskurður í dulargervi Árið 2021 var boðuð endurskoðun á atvinnuleysistryggingalögum og í kjölfarið stofnaði þáverandi félagsmálaráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að endurskoða lögin. Í þeim hópi áttu sæti fulltrúar launafólks ásamt fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda. Á þeim vettvangi var meðal annars rætt um lengd bótatímabilsins. Fulltrúar launafólks í starfshópnum lögðu ríka áherslu á að setja þyrfti umræðu um lengd bótatímabilsins í samhengi við þá þjónustu og þau úrræði sem til staðar væru til að aðstoða einstaklinga að komast aftur í starf. Slíkar aðgerðir miða m.a. að því að auðvelda atvinnuleit, tryggja góðar ráðningar, efla færni og getu atvinnuleitenda og tryggja virkni þeirra. OECD hefur einnig lagt áherslu á að atvinnuleysistryggingakerfið þurfi að koma betur til móts við þarfir innflytjenda sem síður hafa tengslanet á vinnumarkaði og þar þurfi úrræði, námskeið og tungumálakennsla að vera betur sniðin að þeirra þörfum. Fyrir liggur að mun minna er lagt í virk vinnumarkaðsúrræði til að styðja við fólk í atvinnuleit hér á landi en í nágrannalöndunum og ekki er að sjá að áformuð sé stefnubreyting í þeim efnum. Réttindi launafólks verða varin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú ákveðið að virða að vettugi starf þessarar nefndar aðila vinnumarkaðarins og einhliða ákveðið að stytta atvinnuleysisbótatímabilið og herða ávinnsluskilyrðin. Lagt er til grundvallar að fólk sem missi réttinn til atvinnuleysisbóta finni sér bara nýtt starf. Þetta lýsir hroka og miklu þekkingarleysi á stöðu þeirra einstaklinga sem missa starf sitt og eru án atvinnu til lengri tíma. Fólk sem starfar í árstíðabundnum atvinnugreinum mun lenda í vandræðum og ætla má að ásókn vinnandi fólks í þær greinar dragist enn frekar saman. Að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna er nánast fordæmalaust og gengur þvert á eðlileg samskipti stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Íslensk verkalýðshreyfing mun ekki sitja hjá og láta þessi vinnubrögð og þá miklu réttindaskerðingu launafólks sem boðuð er óátalin. Finnbjörn A Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem til stendur að stytta bótatímabilið úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði og herða á ávinnsluskilyrðum. Þessi áform endurspeglast einnig í frumvarpi til fjárlaga sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær. Áætlað er að þessi skerðing á réttindum launafólks muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári þegar hún verður að fullu innleidd. Atvinnuþáttaka allra hópa á Íslandi er sú mesta innan OECD og atvinnuleysi er einnig með minnsta móti, þar með talið langtímaatvinnuleysi. Ekki er því að sjá að knýjandi þörf sé á breytingum á atvinnuleysistryggingakerfinu og skerðingu á afkomutryggingu launafólks. Markmið breytinganna er sagt vera að stuðla að aukinni virkni þeirra sem lenda í langtímaatvinnuleysi en óljóst er með öllu hvernig ná skuli því markmiði með því einu að skerða réttindi og afkomuöryggi launafólks í viðkvæmri stöðu. Réttara er að kalla breytingarnar því nafni sem þær eru, sparnaðartillögur. Atvinnuleysistryggingar eru vernd gegn afkomumissi Atvinnuleysistryggingar varða grundvallarakomu launafólks og veita vernd við atvinnumissi. Réttindin koma ekki sjálfkrafa heldur safnast upp í gegnum þátttöku á vinnumarkaði. Breyttur vinnumarkaður, tæknibreytingar og minni festa í ráðningarsamböndum sem draga úr afkomuöryggi launafólks minnka síður en svo þörf fyrir öflugar atvinnuleysistryggingar. Samið var fyrst um atvinnuleysistryggingar árið 1955 í kjölfar harðra átaka og einhverra lengstu verkfalla sem verið hafa á vinnumarkaði. Í fyrstu var atvinnuleysistryggingasjóður í höndum verkalýðsfélaganna en síðar tóku stjórnvöld yfir sjóðinn og færðu undir Vinnumálastofnun sem einnig tók að sér alla umsýslu vegna hans. Þannig voru það aðilar vinnumarkaðarins sem settu kerfið á fót og hafa breytingar á því hingað til verið gerðar í samráði við þá. Niðurskurður í dulargervi Árið 2021 var boðuð endurskoðun á atvinnuleysistryggingalögum og í kjölfarið stofnaði þáverandi félagsmálaráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að endurskoða lögin. Í þeim hópi áttu sæti fulltrúar launafólks ásamt fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda. Á þeim vettvangi var meðal annars rætt um lengd bótatímabilsins. Fulltrúar launafólks í starfshópnum lögðu ríka áherslu á að setja þyrfti umræðu um lengd bótatímabilsins í samhengi við þá þjónustu og þau úrræði sem til staðar væru til að aðstoða einstaklinga að komast aftur í starf. Slíkar aðgerðir miða m.a. að því að auðvelda atvinnuleit, tryggja góðar ráðningar, efla færni og getu atvinnuleitenda og tryggja virkni þeirra. OECD hefur einnig lagt áherslu á að atvinnuleysistryggingakerfið þurfi að koma betur til móts við þarfir innflytjenda sem síður hafa tengslanet á vinnumarkaði og þar þurfi úrræði, námskeið og tungumálakennsla að vera betur sniðin að þeirra þörfum. Fyrir liggur að mun minna er lagt í virk vinnumarkaðsúrræði til að styðja við fólk í atvinnuleit hér á landi en í nágrannalöndunum og ekki er að sjá að áformuð sé stefnubreyting í þeim efnum. Réttindi launafólks verða varin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú ákveðið að virða að vettugi starf þessarar nefndar aðila vinnumarkaðarins og einhliða ákveðið að stytta atvinnuleysisbótatímabilið og herða ávinnsluskilyrðin. Lagt er til grundvallar að fólk sem missi réttinn til atvinnuleysisbóta finni sér bara nýtt starf. Þetta lýsir hroka og miklu þekkingarleysi á stöðu þeirra einstaklinga sem missa starf sitt og eru án atvinnu til lengri tíma. Fólk sem starfar í árstíðabundnum atvinnugreinum mun lenda í vandræðum og ætla má að ásókn vinnandi fólks í þær greinar dragist enn frekar saman. Að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna er nánast fordæmalaust og gengur þvert á eðlileg samskipti stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Íslensk verkalýðshreyfing mun ekki sitja hjá og láta þessi vinnubrögð og þá miklu réttindaskerðingu launafólks sem boðuð er óátalin. Finnbjörn A Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun