Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 9. september 2025 13:48 Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Ráðherra hefur áður boðað slíka lagasetningu en dregið áformin til baka eftir hávær mótmæli hagaðila. Þetta kemur fram í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en stofnunin sendi Íslandi formlegt áminningarbréf í aprí, þar sem farið var fram á að stjórnvöld leiðréttu ranga tollflokkun á osti með viðbættri jurtaolíu, þar sem hún hamlaði frjálsu flæði vara. Félag atvinnurekenda, sem hefur um langt árabil barist við stjórnvöld vegna tollflokkunar ostsins, hefur fengið bréf ráðuneytisins afhent og fjallar um það á vef sínum. Ráðuneytið fékk frest til að svara erindi ESA framlengt í tvígang en fresturinn rann út 5. þessa mánaðar. Ráðuneytið svaraði þann dag og Vísir óskaði þá eftir að fá bréfið afhent. Ráðuneytið hefur ekki orðið við þeirri beiðni. Málið hófst árið 2020 Forsaga málsins ser í stuttu máli sú að heildsala hér á landi hóf innflutning pitsaosts með íblandaðri jurtaolíu. Samkvæmt ráðleggingum starfsmanna tollstjóra var osturinn flokkaður sem vara sem ber ekki tolla. Árið 2020 var flokkun ostsins hins vegar breytt yfir í flokk vara sem ber háa verndartolla. Belgískur framleiðandi ostsins kvartaði þá til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í febrúar síðastliðnum var ákveðið að setja Ísland í fyrsta skiptið á lista yfir viðskiptahindranir, sem ríki utan ESB beita útflytjendur innan sambandsins. Í kjölfar þess birti Daði Már Kristófersson, þá nýsleginn fjármálaráðherra, áform um lagasetningu í Samráðsgátt, sem ætlað var að breyta tollflokkuninni aftur til lögmæts horfs og samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar í málinu. Hætti snarlega við Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi mótmæltu áformunum harðlega og sögðu að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Þá sagði þingmaður Framsóknarflokksins í ræðustól Alþingis að ef af áformunum yrði myndu tugir kúabænda þurfa að bregða búi. Svo fór að Daði Már ákvað að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Viðbrögð ESA komu ekki á óvart Í fréttatilkynningu frá ESA í apríl sagði að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að með því að flokka pitsaost með viðbættri jurtaolíu, sem falli undir gildissvið EES-samningsins, í rangan tollflokk og leggja tolla á vöruna, hefði Ísland brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði í samtali við Vísi að niðurstaðan hefði ekki komið honum ekki á óvart en hann fagnaði henni. ESA hefði tekið málið upp eftir kvörtun FA. Gangast ekki við broti en lofa bót og betrun Í svarbréfi fjármálaráðuneytisins til ESA segir að ráðuneytið hafni því að hafa brotið gegn ákvæðum EES-samningsins með tillflokkuninni. Það sé hins vegar stefna stjórnvalda að fylgja ákvörðunum Alþjóðatollastofnunarinnar. Þar sem íslenskir dómstólar hefðu þegar komist að annarri niðurstöðu en ESA um lögmæti tollflokkunarinnar yrði henni ekki hnekkt nema með lögum. Daði Már muni því leggja fyrir Alþingi frumvarp um að breyta tollflokkuninni til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar. Breytingin verði hins vegar ekki afturvirk. Atvinnurekendur fagna Á vef FA er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra að félagið fagni því að íslenska ríkið skuli nú loks sjá að sér í þessu máli. „Ákvörðun um ranga tollflokkun þessarar vöru var tekin undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, Mjólkursamsölunni og Bændasamtökum Íslands, á kolröngum forsendum. Með þeirri ákvörðun stjórnvalda var sett stórvarasamt fordæmi um að íslenska ríkið geti krukkað í alþjóðlegu tollskrána og tollflokkað vörur ranglega ef hagsmunaaðilar krefjast þess. Fordæmið veikir einnig stöðu Íslands í deilum við Evrópusambandið um tollamál. Það er því full ástæða til að fagna því að þessi tollflokkunarfarsi sé nú vonandi brátt á enda.“ Sú niðurstaða verði góð fyrir íslensk matvælafyrirtæki og íslenska neytendur, sem fái aðgang að góðri vöru á betra verði og líka góð fyrir Mjólkursamsöluna, sem fái heilbrigða samkeppni á markaðnum fyrir pitsaost í stað þess að sitja ein að honum. Ekkert fyrirtæki hafi gott af slíkri stöðu. Aftur á móti þýði það að ráðuneytið boði að leiðrétt tollflokkun vörunnar verði ekki afturvirk, að fyrirtæki, sem orðið hafi fyrir tjóni vegna hinnar röngu tollflokkunar, muni þurfa að sækja það fyrir dómstólum. „Það er ekki drengileg stjórnsýsla eða til eftirbreytni að viðurkenna ekki þegar mistök eru gerð, sem er augljóslega það sem hér átti sér stað,“ er haft eftir Ólafi að lokum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Atvinnurekendur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en stofnunin sendi Íslandi formlegt áminningarbréf í aprí, þar sem farið var fram á að stjórnvöld leiðréttu ranga tollflokkun á osti með viðbættri jurtaolíu, þar sem hún hamlaði frjálsu flæði vara. Félag atvinnurekenda, sem hefur um langt árabil barist við stjórnvöld vegna tollflokkunar ostsins, hefur fengið bréf ráðuneytisins afhent og fjallar um það á vef sínum. Ráðuneytið fékk frest til að svara erindi ESA framlengt í tvígang en fresturinn rann út 5. þessa mánaðar. Ráðuneytið svaraði þann dag og Vísir óskaði þá eftir að fá bréfið afhent. Ráðuneytið hefur ekki orðið við þeirri beiðni. Málið hófst árið 2020 Forsaga málsins ser í stuttu máli sú að heildsala hér á landi hóf innflutning pitsaosts með íblandaðri jurtaolíu. Samkvæmt ráðleggingum starfsmanna tollstjóra var osturinn flokkaður sem vara sem ber ekki tolla. Árið 2020 var flokkun ostsins hins vegar breytt yfir í flokk vara sem ber háa verndartolla. Belgískur framleiðandi ostsins kvartaði þá til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í febrúar síðastliðnum var ákveðið að setja Ísland í fyrsta skiptið á lista yfir viðskiptahindranir, sem ríki utan ESB beita útflytjendur innan sambandsins. Í kjölfar þess birti Daði Már Kristófersson, þá nýsleginn fjármálaráðherra, áform um lagasetningu í Samráðsgátt, sem ætlað var að breyta tollflokkuninni aftur til lögmæts horfs og samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar í málinu. Hætti snarlega við Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi mótmæltu áformunum harðlega og sögðu að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Þá sagði þingmaður Framsóknarflokksins í ræðustól Alþingis að ef af áformunum yrði myndu tugir kúabænda þurfa að bregða búi. Svo fór að Daði Már ákvað að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Viðbrögð ESA komu ekki á óvart Í fréttatilkynningu frá ESA í apríl sagði að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að með því að flokka pitsaost með viðbættri jurtaolíu, sem falli undir gildissvið EES-samningsins, í rangan tollflokk og leggja tolla á vöruna, hefði Ísland brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði í samtali við Vísi að niðurstaðan hefði ekki komið honum ekki á óvart en hann fagnaði henni. ESA hefði tekið málið upp eftir kvörtun FA. Gangast ekki við broti en lofa bót og betrun Í svarbréfi fjármálaráðuneytisins til ESA segir að ráðuneytið hafni því að hafa brotið gegn ákvæðum EES-samningsins með tillflokkuninni. Það sé hins vegar stefna stjórnvalda að fylgja ákvörðunum Alþjóðatollastofnunarinnar. Þar sem íslenskir dómstólar hefðu þegar komist að annarri niðurstöðu en ESA um lögmæti tollflokkunarinnar yrði henni ekki hnekkt nema með lögum. Daði Már muni því leggja fyrir Alþingi frumvarp um að breyta tollflokkuninni til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar. Breytingin verði hins vegar ekki afturvirk. Atvinnurekendur fagna Á vef FA er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra að félagið fagni því að íslenska ríkið skuli nú loks sjá að sér í þessu máli. „Ákvörðun um ranga tollflokkun þessarar vöru var tekin undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, Mjólkursamsölunni og Bændasamtökum Íslands, á kolröngum forsendum. Með þeirri ákvörðun stjórnvalda var sett stórvarasamt fordæmi um að íslenska ríkið geti krukkað í alþjóðlegu tollskrána og tollflokkað vörur ranglega ef hagsmunaaðilar krefjast þess. Fordæmið veikir einnig stöðu Íslands í deilum við Evrópusambandið um tollamál. Það er því full ástæða til að fagna því að þessi tollflokkunarfarsi sé nú vonandi brátt á enda.“ Sú niðurstaða verði góð fyrir íslensk matvælafyrirtæki og íslenska neytendur, sem fái aðgang að góðri vöru á betra verði og líka góð fyrir Mjólkursamsöluna, sem fái heilbrigða samkeppni á markaðnum fyrir pitsaost í stað þess að sitja ein að honum. Ekkert fyrirtæki hafi gott af slíkri stöðu. Aftur á móti þýði það að ráðuneytið boði að leiðrétt tollflokkun vörunnar verði ekki afturvirk, að fyrirtæki, sem orðið hafi fyrir tjóni vegna hinnar röngu tollflokkunar, muni þurfa að sækja það fyrir dómstólum. „Það er ekki drengileg stjórnsýsla eða til eftirbreytni að viðurkenna ekki þegar mistök eru gerð, sem er augljóslega það sem hér átti sér stað,“ er haft eftir Ólafi að lokum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Atvinnurekendur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira