Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 10:29 FJörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni sem rakst á fólksbíl og lenti utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustir í desember árið 2017. Tveir ferðamannanna létust og tugir slösuðust. Ökumaður rútunnar var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur.
Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira