Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2025 07:01 Daling í treyju númer 24. Norsk Topphåndball/TV2 Norski handboltamaðurinn Nicolai Daling missti sig algjörlega þegar áhorfendur með gjallarhorn létu ófögur orð í hans garð falla. Stökk hann upp í stúku og grýtti gjallarhorninu í gólfið. Hinn 23 ára gamli Daling, leikur með Bergen, og mætti Follio í 1. umferð efstu deildar Noregs á sunnudaginn var. Það var skammt til hálfleiks þegar leikmaðurinn missti algjörlega stjórn á skapi sínu. This happened in the Norwegian league match between Follo and Bergen today.I don’t know what’s crazier – that it happened, or that the player was allowed to stay on the court.🎥: TV2 Norge#handball pic.twitter.com/DZn1CYtFBm— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) September 7, 2025 Atvikið má sjá í myndbandinu hér að ofan þar sem hann sést rífa í gjallarhornið og grýta því inn á völlinn. Hann ræddi atvikið stuttlega eftir leik og var greinilega ekki búinn að ná sér niður. „Ég ætla ekki að tjá mig um atvikið en þessi skítaklúbbur þarf að díla betur við það sem stuðningsmenn þeirra eru að öskra.“ View this post on Instagram A post shared by Vi e Bergen ⛰️🌧️ (@bergnshandball) Dómari leiksins staðfestir að Daling hafi kvartað yfir síendurteknum munnsöfnuði frá stuðningsmönnum heimaliðsins. Dómarinn segir ummæli stuðningsmanna ekki eiga heima í íþróttum og að þau hafa farið langt yfir strikið. Norski miðillinn TV2 segir að Daling hafi verið kallaður viðundur eða skrípi (e. freak), þá voru ummæli látin falla er varða útlit hans sem og hlutverk hans í Bergen-liðinu. Frederik Tönne, þjálfari Bergen, sagði jafnframt að Daling væri langt niðri eftir leikinn og hafi bara viljað fara heim. Hann gagnrýndi jafnframt Follo fyrir að taka ekki á málunum og búa til heilbrigðari kúltúr í stúkunni hjá sér. View this post on Instagram A post shared by Vi e Bergen ⛰️🌧️ (@bergnshandball) Axla ekki ábyrgð Folli virðist ekki ætla að axla ábyrgð á málinu. Segist Lukas Karlsson, þjálfari liðsins, ekki hafa heyrt ummælin sem látin voru falla. Þá segir hann einnig að leikmaður í hæsta gæðaflokki verði að geta meðhöndlað ákveðið magn af pressu. Karlsson sagði þó að mögulega hefði verið farið yfir velsæmismörk og að félagið ætlaði að rannsaka hvað sagt var. Marius Borge, formaður Follo, tók ekki í sama streng og tók fyrir það að stuðningsmenn félagsins hefðu farið yfir strikið. Bergen vann leikinn 29-27 þökk sé þremur mörkum Daling sem var á síðustu leiktíð valinn besti leikmaður deildarinnar. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Daling, leikur með Bergen, og mætti Follio í 1. umferð efstu deildar Noregs á sunnudaginn var. Það var skammt til hálfleiks þegar leikmaðurinn missti algjörlega stjórn á skapi sínu. This happened in the Norwegian league match between Follo and Bergen today.I don’t know what’s crazier – that it happened, or that the player was allowed to stay on the court.🎥: TV2 Norge#handball pic.twitter.com/DZn1CYtFBm— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) September 7, 2025 Atvikið má sjá í myndbandinu hér að ofan þar sem hann sést rífa í gjallarhornið og grýta því inn á völlinn. Hann ræddi atvikið stuttlega eftir leik og var greinilega ekki búinn að ná sér niður. „Ég ætla ekki að tjá mig um atvikið en þessi skítaklúbbur þarf að díla betur við það sem stuðningsmenn þeirra eru að öskra.“ View this post on Instagram A post shared by Vi e Bergen ⛰️🌧️ (@bergnshandball) Dómari leiksins staðfestir að Daling hafi kvartað yfir síendurteknum munnsöfnuði frá stuðningsmönnum heimaliðsins. Dómarinn segir ummæli stuðningsmanna ekki eiga heima í íþróttum og að þau hafa farið langt yfir strikið. Norski miðillinn TV2 segir að Daling hafi verið kallaður viðundur eða skrípi (e. freak), þá voru ummæli látin falla er varða útlit hans sem og hlutverk hans í Bergen-liðinu. Frederik Tönne, þjálfari Bergen, sagði jafnframt að Daling væri langt niðri eftir leikinn og hafi bara viljað fara heim. Hann gagnrýndi jafnframt Follo fyrir að taka ekki á málunum og búa til heilbrigðari kúltúr í stúkunni hjá sér. View this post on Instagram A post shared by Vi e Bergen ⛰️🌧️ (@bergnshandball) Axla ekki ábyrgð Folli virðist ekki ætla að axla ábyrgð á málinu. Segist Lukas Karlsson, þjálfari liðsins, ekki hafa heyrt ummælin sem látin voru falla. Þá segir hann einnig að leikmaður í hæsta gæðaflokki verði að geta meðhöndlað ákveðið magn af pressu. Karlsson sagði þó að mögulega hefði verið farið yfir velsæmismörk og að félagið ætlaði að rannsaka hvað sagt var. Marius Borge, formaður Follo, tók ekki í sama streng og tók fyrir það að stuðningsmenn félagsins hefðu farið yfir strikið. Bergen vann leikinn 29-27 þökk sé þremur mörkum Daling sem var á síðustu leiktíð valinn besti leikmaður deildarinnar.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira