Viðskipti innlent

Elín Tinna nýr fram­kvæmda­stjóri 66°Norður á Ís­landi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eín Tinna Logadóttir.
Eín Tinna Logadóttir.

Elín Tinna Logadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi. Hún snýr aftur til fyrirtækisins eftir tveggja ára starf sem framkvæmdastjóri Útilífs.

Í tilkynningu vegna vistaskiptanna segir að Elín Tinna hafi þegar hafið störf og taki sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hún þekkir vel til hjá fyrirtækinu en hún vann þar í fimmtán ár og gengdi ýmsum störfum frá því hún hóf störf sem sumarstarfsmaður.

„Við erum afar ánægð að fá Elínu Tinnu aftur til liðs við okkur. Hún býr yfir mikilli reynslu, leiðtogahæfileikum og orku sem mun styrkja teymið enn frekar og styðja við áframhaldandi vöxt,“ er haft eftir Helga Rúnari Óskarssyni forstjóra í tilkynningu.

„Það er mér mikil ánægja að hefja störf á ný hjá 66°Norður í þessu nýja hlutverki. Fyrirtækið stendur á spennandi tímamótum, með 100 ára afmæli á næsta ári og fjölmörg þróunar- og vaxtartækifæri í farvatninu, sem ég hlakka til að vinna að með öflugu teymi,“ segir Elín Tinna.

Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×