Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 09:57 Hér má sjá skjáskot úr myndskeiði ICE þar sem starfsmönnunum hefur verið raðað upp og þeir handjárnaðir. AP Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. Útsendarar innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) tóku í hald 475 starfsmenn Hyundai-verksmiðjunnar í Georgíufylki í föstudag. Af þeim tæplega fimm hundruð sem voru handteknir voru yfir þrjú hundruð af þeim ríkisborgarar Suður-Kóreu sem eru sagðir hafa verið að vinna ólöglega í Bandaríkjunum. Um var að ræða verksmiðju þar sem framleiddir voru rafmagnsbílar og hófst starfsemi í verksmiðjunni fyrir ári síðan. Suður-Kórea hefur lofað að verja milljörðum bandarískra dollara í að framleiða vörurnar síðan í Bandaríkjunum, að hluta til til að losna við tolla Bandaríkjanna. Þá hafði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu og repúblikani, lofað nýju verksmiðjuna og sagt hana stærsta efnahagsþróunarverkefni í sögu fylkisins. „Fólk með skammtíma- eða afþreyingavegabréfsáritun hefur ekki heimild til að starfa í Bandaríkjunum,“ sagði fulltrúi ICE, sem sagði einnig að aðgerðin hafi verið nauðsynleg til að vernda bandarísk störf. Á myndskeiði sem var birt af ICE sjást starfsmenn verksmiðjunnar í handjárnum fyrir utan vinnustað þeirra, sumir klæddir í gul vesti merkt Hyundai. „Það voru ólöglegir innflytjendur og ICE var bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í kjölfar aðgerðarinnar. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja viðræðum þeirra við bandarísk yfirvöld, um að láta suðurkóresku starfsmennina lausa, lokið. Starfsmaður Lee Jae Myung, forseta Suður-Kóreu, sagði að leiguflugvél yrði send til að flytja ríkisborgara Suður-Kóreu aftur til síns heima um leið og stjórnsýsluferðum væri lokið í Bandaríkjunum, samkvæmt BBC. Bandaríkin Suður-Kórea Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Útsendarar innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) tóku í hald 475 starfsmenn Hyundai-verksmiðjunnar í Georgíufylki í föstudag. Af þeim tæplega fimm hundruð sem voru handteknir voru yfir þrjú hundruð af þeim ríkisborgarar Suður-Kóreu sem eru sagðir hafa verið að vinna ólöglega í Bandaríkjunum. Um var að ræða verksmiðju þar sem framleiddir voru rafmagnsbílar og hófst starfsemi í verksmiðjunni fyrir ári síðan. Suður-Kórea hefur lofað að verja milljörðum bandarískra dollara í að framleiða vörurnar síðan í Bandaríkjunum, að hluta til til að losna við tolla Bandaríkjanna. Þá hafði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu og repúblikani, lofað nýju verksmiðjuna og sagt hana stærsta efnahagsþróunarverkefni í sögu fylkisins. „Fólk með skammtíma- eða afþreyingavegabréfsáritun hefur ekki heimild til að starfa í Bandaríkjunum,“ sagði fulltrúi ICE, sem sagði einnig að aðgerðin hafi verið nauðsynleg til að vernda bandarísk störf. Á myndskeiði sem var birt af ICE sjást starfsmenn verksmiðjunnar í handjárnum fyrir utan vinnustað þeirra, sumir klæddir í gul vesti merkt Hyundai. „Það voru ólöglegir innflytjendur og ICE var bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í kjölfar aðgerðarinnar. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja viðræðum þeirra við bandarísk yfirvöld, um að láta suðurkóresku starfsmennina lausa, lokið. Starfsmaður Lee Jae Myung, forseta Suður-Kóreu, sagði að leiguflugvél yrði send til að flytja ríkisborgara Suður-Kóreu aftur til síns heima um leið og stjórnsýsluferðum væri lokið í Bandaríkjunum, samkvæmt BBC.
Bandaríkin Suður-Kórea Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira