Handbolti

Ís­lendingarnir tryggði Gum­mers­bach sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elliði Snær var frábær í kvöld.
Elliði Snær var frábær í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu nauman eins marks sigur á Melsungen í efstu deild þýska handboltans. Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson áttu risastóran þátt í sigri dagsins.

Elliði Snær skoraði átta mörk af línunni á meðan Teitur Örn bætti við tveimur mörkum. Þar sem lokatölur leiksins voru 29-28 er ljóst að mörk Íslendinganna skiptu gríðarlega miklu máli. Um var að ræða annan sigur Gummersbach í jafn mörgum leikjum.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum í liði Melsungen.

Blær Hinriksson átti virkilega góðan leik í liði Leipzig sem mátti þola fimm marka tap gegn Lemgo á heimavelli, lokatölur 29-34. Blær var markahæstur í liði Leipzig með sex mörk ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×