Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 10:09 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir. Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent