Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 17:33 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta landsins. Getty/Diego Herrera Carcedo Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira