Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 13:25 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. „Við lýsum verulegum áhyggjum af stöðu skólakerfisins hérlendis. Um 40 prósent nemenda hafa ekki náð grunnfærni í lesskilningi við lok grunnskólagöngunnar. Árangur íslenskra skólabarna í PISA-könnunum fer versnandi og í nýlegri skýrslu OECD var lýst verulegum áhyggjum af stöðu íslenska menntakerfisins. Hnignun grundvallarfærni íslenskra nemenda síðustu tvo áratugi var hreinlega sögð ógnvekjandi og geta stefnt efnahagslegri velferð okkar og lífsgæðum í hættu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillaga borgarstjórnarflokksins var lögð fram á fundi borgarráðs sem nú stendur yfir. Hún segir að mikilvægt sé að fólk átti sig á alvarleika málsins. Borgin búi yfir ótrúlegum mannauði í kennurum en kerfið sjálft hafi brugðist og nauðsynlegt sé að horfast í augu við það. Námsmat byggt á táknum og litum óskiljanlegt Sjálfstæðismenn vilji skýrara námsmat, fleiri mælitæki og meira gagnsæi. Alvöru aðgerðir og metnað til að koma skólakerfinu í fremstu röð. „Við viljum samræmd próf sem mæla alla hæfniþætti aðalnámsskrár en jafnframt að einkunnir verði aftur gefnar á talnakvarðanum. Núverandi fyrirkomulag þar sem námsmat byggir á táknum, litum og bókstöfum er óskiljanlegt og takmarkar möguleika foreldra og nemenda að fylgjast með framvindu í námi.“ Síma í þar til gerðar geymslur Auk þess að taka aftur upp samræmd próf og námsmat byggt á tölum leggja Sjálfstæðismenn til að grunnskólar Reykjavíkur verði símalausir. Í tillögunni segir að skólinn eigi að vera griðastaður nemenda hvað utanaðkomandi áreiti varðar. Félagsfærni hafi farið mikið aftur en hún byggist á þjálfun. Nemendur tali miklu minna saman og staðan hafi ýtt undir einmanaleika, depurð og kvíða. Snjallsíminn sé líklegasta breytan í þessu samhengi. Aðstaða til að geyma síma frá upphafi til loka skóladags þyrfti að vera til staðar í skólum. Vandinn muni margfaldast nema gripið verði inn í Þá leggja fulltrúarnir einnig til sérstakar móttökudeildir fyrir börn sem eru nýflutt til landsins. Börn sem koma til landsins og ekki tala íslensku taki sín fyrstu skref í grunnskólagöngunni í móttökudeild þar sem öll áhersla er á íslensku og íslenska menningu. Lestrarfærni þeirra verði metin áður en þau hefja nám með sínum jafnöldrum hérlendis. Um væri að ræða brú í takmarkaðan tíma til að skólastarf þeirra og annarra gangi sem best. Markmiðið væri að mæta betur þörfum hvers barns. Hildur segir að staðsetningu móttökudeilda þyrfti að skipuleggja eftir lýðfræðinni í borginni og því hvernig fjöldi barna af erlendum uppruna dreifist um borgina. Nú sé svo komið að 85 prósent nemenda í Fellaskóla eru af erlendum uppruna og einungis 22 prósent nemenda í 2. bekk nái aldurssvarandi færni í lestri. „Þetta eru alvarlegar tölur og ljóst að kerfið er að bregðast þessum börnum. Í nýlegri skýrslu OECD segir að munurinn á PISA-einkunnum nemenda með innflytjendabakgrunn og innfæddra nemenda hérlendis sé einn sá mesti innan OECD. Meira en helmingur innflytjendanemenda skortir lesskilning til að geta haldið áfram í námi eða farið út á vinnumarkað. Ef við grípum ekki til aðgerða er hætt við því að vandinn margfaldist.“ Loks er lagt til að Reykjavíkurborg taki forystu í skólamálum á landsvísu og setji sér það markmið að verða meðal fremstu þjóða í PISA-könnunum. Allir nemendur sem ekki eru með námslegar hamlanir geti lesið sér til gagns. Unnið verði með gögn og mælanleg markmið í auknum mæli í skólastarfi svo hægt verði að meta árangur. Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
„Við lýsum verulegum áhyggjum af stöðu skólakerfisins hérlendis. Um 40 prósent nemenda hafa ekki náð grunnfærni í lesskilningi við lok grunnskólagöngunnar. Árangur íslenskra skólabarna í PISA-könnunum fer versnandi og í nýlegri skýrslu OECD var lýst verulegum áhyggjum af stöðu íslenska menntakerfisins. Hnignun grundvallarfærni íslenskra nemenda síðustu tvo áratugi var hreinlega sögð ógnvekjandi og geta stefnt efnahagslegri velferð okkar og lífsgæðum í hættu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillaga borgarstjórnarflokksins var lögð fram á fundi borgarráðs sem nú stendur yfir. Hún segir að mikilvægt sé að fólk átti sig á alvarleika málsins. Borgin búi yfir ótrúlegum mannauði í kennurum en kerfið sjálft hafi brugðist og nauðsynlegt sé að horfast í augu við það. Námsmat byggt á táknum og litum óskiljanlegt Sjálfstæðismenn vilji skýrara námsmat, fleiri mælitæki og meira gagnsæi. Alvöru aðgerðir og metnað til að koma skólakerfinu í fremstu röð. „Við viljum samræmd próf sem mæla alla hæfniþætti aðalnámsskrár en jafnframt að einkunnir verði aftur gefnar á talnakvarðanum. Núverandi fyrirkomulag þar sem námsmat byggir á táknum, litum og bókstöfum er óskiljanlegt og takmarkar möguleika foreldra og nemenda að fylgjast með framvindu í námi.“ Síma í þar til gerðar geymslur Auk þess að taka aftur upp samræmd próf og námsmat byggt á tölum leggja Sjálfstæðismenn til að grunnskólar Reykjavíkur verði símalausir. Í tillögunni segir að skólinn eigi að vera griðastaður nemenda hvað utanaðkomandi áreiti varðar. Félagsfærni hafi farið mikið aftur en hún byggist á þjálfun. Nemendur tali miklu minna saman og staðan hafi ýtt undir einmanaleika, depurð og kvíða. Snjallsíminn sé líklegasta breytan í þessu samhengi. Aðstaða til að geyma síma frá upphafi til loka skóladags þyrfti að vera til staðar í skólum. Vandinn muni margfaldast nema gripið verði inn í Þá leggja fulltrúarnir einnig til sérstakar móttökudeildir fyrir börn sem eru nýflutt til landsins. Börn sem koma til landsins og ekki tala íslensku taki sín fyrstu skref í grunnskólagöngunni í móttökudeild þar sem öll áhersla er á íslensku og íslenska menningu. Lestrarfærni þeirra verði metin áður en þau hefja nám með sínum jafnöldrum hérlendis. Um væri að ræða brú í takmarkaðan tíma til að skólastarf þeirra og annarra gangi sem best. Markmiðið væri að mæta betur þörfum hvers barns. Hildur segir að staðsetningu móttökudeilda þyrfti að skipuleggja eftir lýðfræðinni í borginni og því hvernig fjöldi barna af erlendum uppruna dreifist um borgina. Nú sé svo komið að 85 prósent nemenda í Fellaskóla eru af erlendum uppruna og einungis 22 prósent nemenda í 2. bekk nái aldurssvarandi færni í lestri. „Þetta eru alvarlegar tölur og ljóst að kerfið er að bregðast þessum börnum. Í nýlegri skýrslu OECD segir að munurinn á PISA-einkunnum nemenda með innflytjendabakgrunn og innfæddra nemenda hérlendis sé einn sá mesti innan OECD. Meira en helmingur innflytjendanemenda skortir lesskilning til að geta haldið áfram í námi eða farið út á vinnumarkað. Ef við grípum ekki til aðgerða er hætt við því að vandinn margfaldist.“ Loks er lagt til að Reykjavíkurborg taki forystu í skólamálum á landsvísu og setji sér það markmið að verða meðal fremstu þjóða í PISA-könnunum. Allir nemendur sem ekki eru með námslegar hamlanir geti lesið sér til gagns. Unnið verði með gögn og mælanleg markmið í auknum mæli í skólastarfi svo hægt verði að meta árangur.
Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira