„Fannst við eiga meira skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2025 14:47 Craig Pedersen er að stýra íslenska landsliðinu í þriðja sinn á Eurobasket. Hér kallar hann inn skilaboð í leiknum við Belga í dag. vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag. Ísland tapaði lokakaflanum 16-2 og þar með leiknum með sjö stigum, 71-64, eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. „Þetta er sárara en nokkurn tímann fyrr. Ekki aðeins vorum við yfir nánast allan leikinn heldur spiluðum við vel og fundum lausnir við mörgum ólíkum hlutum. Allt í einu fórum við að lenda í vandræðum með ákveðna hluti. Við verðum að skoða þetta á myndbandi og sjá hvað við hefðum getað gert öðruvísi í lokin en við náðum samt skotum og þau bara duttu ekki. Þeir áttu góðar sóknir á hinum endanum,“ sagði Craig en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Craig eftir tapið sára gegn Belgum Hann vildi ekki fella of þunga dóma um hvað átti sér stað á lokakaflanum: „Ég held að það sé best að við skoðum þetta á myndbandi svo maður sé ekki að hrapa að ályktunum. En mér finnst eins og við höfum spilað of hægt og það hafi vantað þennan villta kraft í sóknirnar þegar við náðum boltanum. En það er bara tilfinningin og kannski var þetta rétti tímapunkturinn til að hægja á leiknum. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Craig sem var ánægður með það sem hann sá frá Íslendingunum, innan sem utan vallar í dag: „Eftir vonbrigðin í fyrsta leik þá gerðu leikmennirnir afar vel í dag. Þeir komu til baka og áttu frábæran leik, og íslenski stuðningsmannahópurinn hérna er ótrúlegur! Maður er fullur þakklætis gagnvart þeim.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. 30. ágúst 2025 14:07 Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. 30. ágúst 2025 14:32 „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Ísland tapaði lokakaflanum 16-2 og þar með leiknum með sjö stigum, 71-64, eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. „Þetta er sárara en nokkurn tímann fyrr. Ekki aðeins vorum við yfir nánast allan leikinn heldur spiluðum við vel og fundum lausnir við mörgum ólíkum hlutum. Allt í einu fórum við að lenda í vandræðum með ákveðna hluti. Við verðum að skoða þetta á myndbandi og sjá hvað við hefðum getað gert öðruvísi í lokin en við náðum samt skotum og þau bara duttu ekki. Þeir áttu góðar sóknir á hinum endanum,“ sagði Craig en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Craig eftir tapið sára gegn Belgum Hann vildi ekki fella of þunga dóma um hvað átti sér stað á lokakaflanum: „Ég held að það sé best að við skoðum þetta á myndbandi svo maður sé ekki að hrapa að ályktunum. En mér finnst eins og við höfum spilað of hægt og það hafi vantað þennan villta kraft í sóknirnar þegar við náðum boltanum. En það er bara tilfinningin og kannski var þetta rétti tímapunkturinn til að hægja á leiknum. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Craig sem var ánægður með það sem hann sá frá Íslendingunum, innan sem utan vallar í dag: „Eftir vonbrigðin í fyrsta leik þá gerðu leikmennirnir afar vel í dag. Þeir komu til baka og áttu frábæran leik, og íslenski stuðningsmannahópurinn hérna er ótrúlegur! Maður er fullur þakklætis gagnvart þeim.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. 30. ágúst 2025 14:07 Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. 30. ágúst 2025 14:32 „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. 30. ágúst 2025 14:07
Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. 30. ágúst 2025 14:32
„Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31