„Fannst við eiga meira skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2025 14:47 Craig Pedersen er að stýra íslenska landsliðinu í þriðja sinn á Eurobasket. Hér kallar hann inn skilaboð í leiknum við Belga í dag. vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag. Ísland tapaði lokakaflanum 16-2 og þar með leiknum með sjö stigum, 71-64, eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. „Þetta er sárara en nokkurn tímann fyrr. Ekki aðeins vorum við yfir nánast allan leikinn heldur spiluðum við vel og fundum lausnir við mörgum ólíkum hlutum. Allt í einu fórum við að lenda í vandræðum með ákveðna hluti. Við verðum að skoða þetta á myndbandi og sjá hvað við hefðum getað gert öðruvísi í lokin en við náðum samt skotum og þau bara duttu ekki. Þeir áttu góðar sóknir á hinum endanum,“ sagði Craig en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Craig eftir tapið sára gegn Belgum Hann vildi ekki fella of þunga dóma um hvað átti sér stað á lokakaflanum: „Ég held að það sé best að við skoðum þetta á myndbandi svo maður sé ekki að hrapa að ályktunum. En mér finnst eins og við höfum spilað of hægt og það hafi vantað þennan villta kraft í sóknirnar þegar við náðum boltanum. En það er bara tilfinningin og kannski var þetta rétti tímapunkturinn til að hægja á leiknum. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Craig sem var ánægður með það sem hann sá frá Íslendingunum, innan sem utan vallar í dag: „Eftir vonbrigðin í fyrsta leik þá gerðu leikmennirnir afar vel í dag. Þeir komu til baka og áttu frábæran leik, og íslenski stuðningsmannahópurinn hérna er ótrúlegur! Maður er fullur þakklætis gagnvart þeim.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. 30. ágúst 2025 14:07 Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. 30. ágúst 2025 14:32 „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Ísland tapaði lokakaflanum 16-2 og þar með leiknum með sjö stigum, 71-64, eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. „Þetta er sárara en nokkurn tímann fyrr. Ekki aðeins vorum við yfir nánast allan leikinn heldur spiluðum við vel og fundum lausnir við mörgum ólíkum hlutum. Allt í einu fórum við að lenda í vandræðum með ákveðna hluti. Við verðum að skoða þetta á myndbandi og sjá hvað við hefðum getað gert öðruvísi í lokin en við náðum samt skotum og þau bara duttu ekki. Þeir áttu góðar sóknir á hinum endanum,“ sagði Craig en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Craig eftir tapið sára gegn Belgum Hann vildi ekki fella of þunga dóma um hvað átti sér stað á lokakaflanum: „Ég held að það sé best að við skoðum þetta á myndbandi svo maður sé ekki að hrapa að ályktunum. En mér finnst eins og við höfum spilað of hægt og það hafi vantað þennan villta kraft í sóknirnar þegar við náðum boltanum. En það er bara tilfinningin og kannski var þetta rétti tímapunkturinn til að hægja á leiknum. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Craig sem var ánægður með það sem hann sá frá Íslendingunum, innan sem utan vallar í dag: „Eftir vonbrigðin í fyrsta leik þá gerðu leikmennirnir afar vel í dag. Þeir komu til baka og áttu frábæran leik, og íslenski stuðningsmannahópurinn hérna er ótrúlegur! Maður er fullur þakklætis gagnvart þeim.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. 30. ágúst 2025 14:07 Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. 30. ágúst 2025 14:32 „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. 30. ágúst 2025 14:07
Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. 30. ágúst 2025 14:32
„Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31