Körfubolti

EM í dag: Rússablokkin, lé­legt sam­starf og pjúrismi með Herði Unn­steins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var létt yfir strákunum í 33 gráðunum í dag.
Það var létt yfir strákunum í 33 gráðunum í dag. vísir/hulda margrét

Það er einn dagur í leikinn stóra gegn Belgíu en Ísland mætir Belgum á Eurobasket í hádeginu á morgun.

Ef Ísland ætlar að brjóta ísinn og vinna sinn fyrsta leik á stórmóti þá er besta tækifærið í þessum leik. að því sögðu þá er lið Belga hörkugott. Þetta verður svakalegur leikur.

Klippa: EM í dag #3: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins

EM í dag fékk liðsstyrk að þessu sinni frá Herði Unnsteinssyni. Körfuboltasérfræðingi hjá Sýn og hann er þess utan nýráðinn afreksstjóri KKÍ og fylgir íslenska liðinu á EM.

Í þætti dagsins er farið um víðan völl en þátturinn var tekinn upp á líklega heiðarlegasta körfuboltavelli í Katowice.


Tengdar fréttir

„Ég er alltaf í slagsmálum“

„Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun.

Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×