Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Bergur Þorri Benjamínsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa 29. ágúst 2025 10:01 Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Reykjavík Alma Ýr Ingólfsdóttir Vilhjálmur Hjálmarsson Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun