Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Bergur Þorri Benjamínsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa 29. ágúst 2025 10:01 Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Reykjavík Alma Ýr Ingólfsdóttir Vilhjálmur Hjálmarsson Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun