Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Bergur Þorri Benjamínsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa 29. ágúst 2025 10:01 Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Reykjavík Alma Ýr Ingólfsdóttir Vilhjálmur Hjálmarsson Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun