Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2025 20:23 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó segir ganga vel hjá strætó eftir að tíðni ferða var fjölgað til muna þann 17. ágúst síðastliðinn. Breytingarnar kosti strætó um 400 milljónir en vögnum var fjölgað um 25 og starfsfólki um 60 manns. Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag. Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag.
Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18
Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36