Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Lovísa Arnardóttir skrifar 30. ágúst 2025 08:32 Svona líta gatnamótin út í dag. Lagt er að til að sett verði upp ljósastýring, fléttun akreina verði fyrr og að rútustæði verði stytt. Vísir/Anton Brink Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður lyftara lést í kjölfar áreksturs við sendibíl. Ljósastýring er hluti af breytingum á gatnamótunum sem verða gerðar í tengslum við breytingar vegna Borgarlínu. Þær fara þó ekki af stað fyrr en 2027. Fjallað var um málið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku og lögð fram samgöngugreining sem unnin var af sérfræðingum Rannsóknarnefndar samgönguslysa á gatnamótunum í kjölfar banaslyssins sem átti sér stað þann 13. september 2023. Var samhliða strætó Í samantekt frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa varðandi slysið kom fram að Volkswagen Caddy sendibifreið hafi verið ekið af stað á gatnamótum til vinstri frá Vonarstræti inn á Lækjargötu. Í Lækjargötu hafi á sama tíma verið strætisvagn á hægri akrein að taka hægri beygju inn í Vonarstræti. Vinstra megin við strætisvagninn og samhliða honum hafi verið Manitou skotbómuvinnuvél, með áföstum lyftaragöfflum, sem var ekið beint áfram. Sendibifreiðinni var svo ekið þvert í veg fyrir vinnuvélina með þeim afleiðingum að lyftaragafflarnir gengu inn í farþegarými sendibifreiðarinnar. Ökumaður sendibifreiðarinnar lést á slysstað. Í tillögu umhverfis- og skipulagsráðs kemur fram að rannsóknarnefndin kjölfar slyssins fram þrjár tillögur um hvernig væri hægt að bæta öryggi á gatnamótunum og að ein af þeim hafi verið að framkvæma öryggisúttekt á gatnamótunum. Í samræmi við þá tillögu voru fengnir sérfræðingar frá VSÓ og COWI til að vinna 4. stigs umferðaröryggisrýni á gatnamótunum. Helsta niðurstaða rýninnar er að hættuástand myndist bæði þegar gangandi þveri Lækjargötu, þar sem þvera þurfi fleiri en eina akrein í hvora átt, og einnig þegar ökutækjum er ekið austur Vonarstræti, inn á gatnamót við Lækjargötu, með fyrirhugaða akstursstefnu til norðurs á Lækjargötu, það er í átt að miðbænum. Þetta eigi sérstaklega við ef stærra ökutæki er fyrir á hægri akrein Lækjargötu til suðurs, frá miðbænum, með fyrirhugaða akstursstefnu til vesturs inn á Vonarstræti. Geti myndast hættuástand Í rýninni segir að helsta hættan felist í því að bílstjóri á leið austur Vonarstræti geti ekki séð ökutæki á vinstri akrein Lækjargötu til suðurs. Umfram þetta geti einnig myndast hættuástand þegar ökutæki er ekið austur Vonarstræti, inn í gatnamótin við Lækjargötu og með fyrirhugaða akstursstefnu austur Bókhlöðustíg, þar sem þvera þarf einnig tvær akreinar á Lækjargötu til norðurs. Þegar stór ökutæki, eins og strætó, beygja inn á Vonarsrtræti þurfa þau iðulega að fara inn á rangan vegarhelming. Vísir/Anton Brink Fram kemur í skýrslunni að við gerð hennar hafi verið farið í eina vettvangsferð, í febrúar á þessu ári. Veður hafi verið fínt en rýnar tekið eftir því að talsverð umferð væri um gatnamótin, bæði almenn umferð og umferð stærri ökutækja líkt og strætóar og rútur. Að auki hefðu þeir tekið eftir fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem eru ókunnugir staðháttum og að mikið væri um óvarða vegfarendur sem gangi yfir Vonarstræti meðfram Lækjargötu, og einnig þvert yfir Lækjargötu við rútustæði sem er austan við þau. Ljósastýring með Borgarlínu 2027 Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að sett verði upp ljósastýring, í samræmi við tillögu rýnanna, samhliða breytingum sem gerðar verði á Lækjargötu með tilkomu Borgarlínunnar. Áætlað sé að framkvæmdir hefjist á Lækjargötu um mitt ár 2027. Vegna þess að enn eru tvö ár í framkvæmdir er því lagt til að farið verði í minni háttar breytingar við gatnamótin. Lagt er til að akreinum verði fækkað á Lækjargötu til suðurs, frá miðbænum, úr tveimur í eina, norðan við gatnamótin. Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um breytingar á gatnamótunum. Reykjavíkurborg Þannig verði fyrirkomulagi akreina til norðurs breytt, sunnan við gatnamótin, þannig að vinstri akrein verði vinstribeygjuakrein og hægri akrein verði ein beint áfram. Þá er einnig lagt til að núverandi hópbifreiðastæði verði stytt og að gönguþverun yfir Lækjargötu, norðan megin í gatnamótunum, nær tjörninni, verði afmörkuð. Í tillögunni segir að gert sé ráð fyrir því að breytingarnar verði gerðar með pollum og yfirborðsmerkingum og kostnaði og raski þannig haldið í lágmarki, líklegast um eða undir 10 milljónir með öllu, og að með þessum breytingum megi koma í veg fyrir fleiri umferðarslys eða umferðaróhöpp á gatnamótunum. Slysaskort af gatnamótunum frá 2023. Blár er óhapp, grænn er minni háttar slys og rauður er banaslys. Reykjavíkurborg Í tillögunni segir að með þessum breytingum megi koma í veg fyrir fleiri umferðarslys á gatnamótunum. Alls voru árið 2023 skráð sjö atvik slyss eða óhapps á gatnamótunum. Eitt er banaslys, eitt slys með minni háttar meiðslum og svo fimm óhöpp Vilja bætta gönguþverun Í tillögunni er einnig lagt til að gerð verði gönguþverun yfir Lækjargötu, þar sem ein akrein er þveruð í einu og þar sem bílaumferð úr Vonarstræti þarf einungis að þvera eina akrein á Lækjargötu í hvora átt. Bent er á í tillögunni að sunnan við gatnamótin, nær tjörninni, er Lækjargata ein akrein í hvora átt og að með tilkomu Borgarlínu standi til að ein akrein verði í hvora átt fyrir bílaumferð. Lagt er til í tillögunni að fléttun akreina gerist fyrr og að gangandi þveri aðeins eina akrein í einu. Lagt er til að sett verði eyja á milli. Vísir/Anton Brink Í dag á fléttun akreina á Lækjargötu sér stað stuttu eftir gatnamótin, rétt fyrir gönguþverun yfir Lækjargötu. Tillagan gerir ráð fyrir að fléttun akreina verði tekin norðan við gatnamót Vonarstrætis og Lækjargötu í stað þess að vera tekin sunnan við gatnamótin eins og gert er í dag. Með slíkri breytingu þurfi ökutæki sem beygi inn á Lækjargötuna til norðurs aðeins að þvera eina akrein. Í tillögunni segir að samhliða þessu mætti skoða að gera þverun yfir götuna fyrir gangandi þar sem gert er ráð fyrir umferðarljósum og að sett sé miðeyja og gangandi þveri því aðeins eina akrein í einu. Lagt er til að þessi fléttun akreina, sem á sér stað eftir gatnamótin, verði fyrr. Vísir/Anton Brink Í öðrum athugasemdum rýnihópsins segir að aðgengi fyrir alla við gatnamótin sé ófullnægjandi og að forgangsakstur viðbragðsaðila sé varhugaverður um svæðið eins og það er í dag. Þá segir að hægri beygjur frá Lækjargötu inn Vonarstræti séu afar erfiðar, sérstaklega fyrir stærri ökutæki viðbragðsaðila og það geti skapast hætta við vissar aðstæður og dýrmætur viðbragðstími tapast. Þá kemur fram að þeir hafi aðeins heimsótt svæðið að degi til en þeir velti því fyrir sér hvort lýsing sé ófullnægjandi auk þess sem þeir segja hraðamerkingar ekki réttar á svæðinu. Niðurstöður skýrslunnar eru að hópurinn leggur til að sett sé upp ljósastýring á gatnamótunum. Þá bendir hópurinn á að stór ökutæki eigi afar erfitt með að taka hægri beygju frá Lækjargötu inn á Vonarstræti nema að fara á öfugan vegarhelming. Ökumenn stærri ökutækja hleypi ökumönnum í Vonarstræti en birgi um leið sýn ökumann á vinstri akrein Lækjargötu til suðurs. Hópurinn leggur því til að fléttun akreina fari fram fyrr en hún gerir í dag, eftir gatnamótin. Ökumenn sem beygja inn Lækjargötu til norðurs þurfa að þvera þrjár akreinar til að komast á akrein sem heldur áfram norður. Sé stórt ökutæki á akrein til suðurs er skyggni oft erfitt. Vísir/Anton Brink Þá er að lokum bent á að tryggja þurfi þverun óvarða vegfarenda bæði yfir Lækjargötu og Vonarstræti. Sjónlengdir séu ófullnægjandi og þverun Lækjargötu yfir fjórar akreinar sé afar varhugaverð. Engin þverun sé yfir Lækjargötu á þessu svæði en rýnar sáu í vettvangsskoðun fjölmarga vegfarendur þvera Lækjargötuna. Þeir leggja því til að skoðuð verði uppsetning á öruggri þverun óvarinna yfir Lækjargötu við gatnamótin eða að aðrar leiðir um svæðið verði gerðar aðgengilegri og öruggari. Svona gætu gatnamótin litið út samkvæmt tillögunni. Vísir/Anton Brink Skipulag Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Borgarlína Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Sjá meira
Ljósastýring er hluti af breytingum á gatnamótunum sem verða gerðar í tengslum við breytingar vegna Borgarlínu. Þær fara þó ekki af stað fyrr en 2027. Fjallað var um málið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku og lögð fram samgöngugreining sem unnin var af sérfræðingum Rannsóknarnefndar samgönguslysa á gatnamótunum í kjölfar banaslyssins sem átti sér stað þann 13. september 2023. Var samhliða strætó Í samantekt frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa varðandi slysið kom fram að Volkswagen Caddy sendibifreið hafi verið ekið af stað á gatnamótum til vinstri frá Vonarstræti inn á Lækjargötu. Í Lækjargötu hafi á sama tíma verið strætisvagn á hægri akrein að taka hægri beygju inn í Vonarstræti. Vinstra megin við strætisvagninn og samhliða honum hafi verið Manitou skotbómuvinnuvél, með áföstum lyftaragöfflum, sem var ekið beint áfram. Sendibifreiðinni var svo ekið þvert í veg fyrir vinnuvélina með þeim afleiðingum að lyftaragafflarnir gengu inn í farþegarými sendibifreiðarinnar. Ökumaður sendibifreiðarinnar lést á slysstað. Í tillögu umhverfis- og skipulagsráðs kemur fram að rannsóknarnefndin kjölfar slyssins fram þrjár tillögur um hvernig væri hægt að bæta öryggi á gatnamótunum og að ein af þeim hafi verið að framkvæma öryggisúttekt á gatnamótunum. Í samræmi við þá tillögu voru fengnir sérfræðingar frá VSÓ og COWI til að vinna 4. stigs umferðaröryggisrýni á gatnamótunum. Helsta niðurstaða rýninnar er að hættuástand myndist bæði þegar gangandi þveri Lækjargötu, þar sem þvera þurfi fleiri en eina akrein í hvora átt, og einnig þegar ökutækjum er ekið austur Vonarstræti, inn á gatnamót við Lækjargötu, með fyrirhugaða akstursstefnu til norðurs á Lækjargötu, það er í átt að miðbænum. Þetta eigi sérstaklega við ef stærra ökutæki er fyrir á hægri akrein Lækjargötu til suðurs, frá miðbænum, með fyrirhugaða akstursstefnu til vesturs inn á Vonarstræti. Geti myndast hættuástand Í rýninni segir að helsta hættan felist í því að bílstjóri á leið austur Vonarstræti geti ekki séð ökutæki á vinstri akrein Lækjargötu til suðurs. Umfram þetta geti einnig myndast hættuástand þegar ökutæki er ekið austur Vonarstræti, inn í gatnamótin við Lækjargötu og með fyrirhugaða akstursstefnu austur Bókhlöðustíg, þar sem þvera þarf einnig tvær akreinar á Lækjargötu til norðurs. Þegar stór ökutæki, eins og strætó, beygja inn á Vonarsrtræti þurfa þau iðulega að fara inn á rangan vegarhelming. Vísir/Anton Brink Fram kemur í skýrslunni að við gerð hennar hafi verið farið í eina vettvangsferð, í febrúar á þessu ári. Veður hafi verið fínt en rýnar tekið eftir því að talsverð umferð væri um gatnamótin, bæði almenn umferð og umferð stærri ökutækja líkt og strætóar og rútur. Að auki hefðu þeir tekið eftir fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem eru ókunnugir staðháttum og að mikið væri um óvarða vegfarendur sem gangi yfir Vonarstræti meðfram Lækjargötu, og einnig þvert yfir Lækjargötu við rútustæði sem er austan við þau. Ljósastýring með Borgarlínu 2027 Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að sett verði upp ljósastýring, í samræmi við tillögu rýnanna, samhliða breytingum sem gerðar verði á Lækjargötu með tilkomu Borgarlínunnar. Áætlað sé að framkvæmdir hefjist á Lækjargötu um mitt ár 2027. Vegna þess að enn eru tvö ár í framkvæmdir er því lagt til að farið verði í minni háttar breytingar við gatnamótin. Lagt er til að akreinum verði fækkað á Lækjargötu til suðurs, frá miðbænum, úr tveimur í eina, norðan við gatnamótin. Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um breytingar á gatnamótunum. Reykjavíkurborg Þannig verði fyrirkomulagi akreina til norðurs breytt, sunnan við gatnamótin, þannig að vinstri akrein verði vinstribeygjuakrein og hægri akrein verði ein beint áfram. Þá er einnig lagt til að núverandi hópbifreiðastæði verði stytt og að gönguþverun yfir Lækjargötu, norðan megin í gatnamótunum, nær tjörninni, verði afmörkuð. Í tillögunni segir að gert sé ráð fyrir því að breytingarnar verði gerðar með pollum og yfirborðsmerkingum og kostnaði og raski þannig haldið í lágmarki, líklegast um eða undir 10 milljónir með öllu, og að með þessum breytingum megi koma í veg fyrir fleiri umferðarslys eða umferðaróhöpp á gatnamótunum. Slysaskort af gatnamótunum frá 2023. Blár er óhapp, grænn er minni háttar slys og rauður er banaslys. Reykjavíkurborg Í tillögunni segir að með þessum breytingum megi koma í veg fyrir fleiri umferðarslys á gatnamótunum. Alls voru árið 2023 skráð sjö atvik slyss eða óhapps á gatnamótunum. Eitt er banaslys, eitt slys með minni háttar meiðslum og svo fimm óhöpp Vilja bætta gönguþverun Í tillögunni er einnig lagt til að gerð verði gönguþverun yfir Lækjargötu, þar sem ein akrein er þveruð í einu og þar sem bílaumferð úr Vonarstræti þarf einungis að þvera eina akrein á Lækjargötu í hvora átt. Bent er á í tillögunni að sunnan við gatnamótin, nær tjörninni, er Lækjargata ein akrein í hvora átt og að með tilkomu Borgarlínu standi til að ein akrein verði í hvora átt fyrir bílaumferð. Lagt er til í tillögunni að fléttun akreina gerist fyrr og að gangandi þveri aðeins eina akrein í einu. Lagt er til að sett verði eyja á milli. Vísir/Anton Brink Í dag á fléttun akreina á Lækjargötu sér stað stuttu eftir gatnamótin, rétt fyrir gönguþverun yfir Lækjargötu. Tillagan gerir ráð fyrir að fléttun akreina verði tekin norðan við gatnamót Vonarstrætis og Lækjargötu í stað þess að vera tekin sunnan við gatnamótin eins og gert er í dag. Með slíkri breytingu þurfi ökutæki sem beygi inn á Lækjargötuna til norðurs aðeins að þvera eina akrein. Í tillögunni segir að samhliða þessu mætti skoða að gera þverun yfir götuna fyrir gangandi þar sem gert er ráð fyrir umferðarljósum og að sett sé miðeyja og gangandi þveri því aðeins eina akrein í einu. Lagt er til að þessi fléttun akreina, sem á sér stað eftir gatnamótin, verði fyrr. Vísir/Anton Brink Í öðrum athugasemdum rýnihópsins segir að aðgengi fyrir alla við gatnamótin sé ófullnægjandi og að forgangsakstur viðbragðsaðila sé varhugaverður um svæðið eins og það er í dag. Þá segir að hægri beygjur frá Lækjargötu inn Vonarstræti séu afar erfiðar, sérstaklega fyrir stærri ökutæki viðbragðsaðila og það geti skapast hætta við vissar aðstæður og dýrmætur viðbragðstími tapast. Þá kemur fram að þeir hafi aðeins heimsótt svæðið að degi til en þeir velti því fyrir sér hvort lýsing sé ófullnægjandi auk þess sem þeir segja hraðamerkingar ekki réttar á svæðinu. Niðurstöður skýrslunnar eru að hópurinn leggur til að sett sé upp ljósastýring á gatnamótunum. Þá bendir hópurinn á að stór ökutæki eigi afar erfitt með að taka hægri beygju frá Lækjargötu inn á Vonarstræti nema að fara á öfugan vegarhelming. Ökumenn stærri ökutækja hleypi ökumönnum í Vonarstræti en birgi um leið sýn ökumann á vinstri akrein Lækjargötu til suðurs. Hópurinn leggur því til að fléttun akreina fari fram fyrr en hún gerir í dag, eftir gatnamótin. Ökumenn sem beygja inn Lækjargötu til norðurs þurfa að þvera þrjár akreinar til að komast á akrein sem heldur áfram norður. Sé stórt ökutæki á akrein til suðurs er skyggni oft erfitt. Vísir/Anton Brink Þá er að lokum bent á að tryggja þurfi þverun óvarða vegfarenda bæði yfir Lækjargötu og Vonarstræti. Sjónlengdir séu ófullnægjandi og þverun Lækjargötu yfir fjórar akreinar sé afar varhugaverð. Engin þverun sé yfir Lækjargötu á þessu svæði en rýnar sáu í vettvangsskoðun fjölmarga vegfarendur þvera Lækjargötuna. Þeir leggja því til að skoðuð verði uppsetning á öruggri þverun óvarinna yfir Lækjargötu við gatnamótin eða að aðrar leiðir um svæðið verði gerðar aðgengilegri og öruggari. Svona gætu gatnamótin litið út samkvæmt tillögunni. Vísir/Anton Brink
Skipulag Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Borgarlína Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent