29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 21:20 Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. vísir/vilhelm Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“ Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira