„Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 14:43 Jón Axel Guðmundsson skoraði átta stig og tók fjögur fráköst gegn Ísrael. vísir/hulda margrét Jón Axel Guðmundsson var svekktur með úrslitin í leik Íslands og Ísraels á EM í körfubolta í dag. Ísraelar voru alltaf með forystuna og unnu tólf stiga sigur, 83-71. „Manni líður ekkert vel. Mér fannst við geta gert betur og við vorum óheppnir að við vorum ekki alveg að hitta úr okkar skotum. Manni fannst við alltaf vera inni í leiknum en það vantaði nokkur stemmningsskot til að við myndum klára þetta,“ sagði Jón Axel í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. Klippa: Viðtal við Jón Axel Aðeins fjórum stigum munaði á liðunum í hálfleik, 36-32, en Ísrael byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði mest sautján stiga forskoti í 3. leikhluta. Eftir það var brekkan brött fyrir Ísland. „Það er erfitt þegar þeir eru með svona mikil gæði inni á vellinum. Þú þarft strax að byrja að elta í og það fer voðalega mikil orka í að koma til baka. Við náðum að koma þessu niður í einhver 6-8 stig en þá voru menn byrjaðir að pústa helvíti hart,“ sagði Jón Axel. Honum fannst íslenska liðið ekki njóta sannmælis í dómgæslunni og þótti Grindvíkingnum NBA-leikmaður Ísraels, Deni Avdija, fá full ódýrar villur, öfugt við til dæmis Martin Hermannsson. Hann er ekki í NBA „Við fórum mikið inn í teig. Það voru fáar villur dæmdar þegar við fórum inn í teiginn allan leikinn. Martin fór mikið á hringinn, þeir brutu mikið á honum en hann er ekki í NBA og þá fær hann minni villur en einhverjir aðrir í hinu liðinu,“ sagði Jón Axel. „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en ef við förum inn í teig fáum við lítið.“ En var Jón Axel ósáttur við dómgæsluna í dag? „Ekkert þannig. Villurnar eru jafnar en það væri fínt upp á að menn komist í takt að fá nokkur vítaskot inn á milli. Þeir jöfnuðu þetta mikið með villum úti á velli og annað þannig,“ svaraði Jón Axel. Jón Axel hitti úr fjórum af tólf skotum sínum í leiknum.vísir/hulda margrét Hann vill meina að fyrri hálfleikurinn gefi betri mynd af muninum á liðunum en sá seinni. „Munurinn var eins og fyrri hálfleikurinn var. Við erum í þeim allan tímann en það vantaði að nokkur stemmningsskot myndu detta og þá fá menn sjálfstraustið beint aftur,“ sagði Jón Axel. Getur ekki beðið eftir næsta leik Hann naut þess að spila fyrir framan íslensku stuðningsmenn í Spodek í Katowice. „Þetta var geggjað og maður fékk auka orku til að gera allt inni á vellinum með þessa stuðningsmenn í stúkunni. Maður getur eiginlega ekki beðið eftir næsta leik á laugardaginn,“ sagði Jón Axel en eftir tvo daga mætir Ísland Belgíu í öðrum leik sínum á EM. Viðtalið við Jón Axel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Ísland tapaði 83-71 gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Strákarnir okkar stóðu í öflugu liði Ísraels í fyrri hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega, hittu ekki úr skotum og drógust of langt aftur úr til að eiga möguleika á sigri. 28. ágúst 2025 10:01 „Ég biðst afsökunar“ „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. 28. ágúst 2025 14:31 Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Póllandi. Eftir ágæta spretti í fyrri hálfleik fór orkulaus og klaufaleg byrjun á seinni hálfleik nánast langt með að klúðra þessum leik fyrir íslenska liðið. Í lokin munaði tólf stigum á liðunum. 28. ágúst 2025 14:25 „Verðum að geta skotið betur“ „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. 28. ágúst 2025 14:26 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Manni líður ekkert vel. Mér fannst við geta gert betur og við vorum óheppnir að við vorum ekki alveg að hitta úr okkar skotum. Manni fannst við alltaf vera inni í leiknum en það vantaði nokkur stemmningsskot til að við myndum klára þetta,“ sagði Jón Axel í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. Klippa: Viðtal við Jón Axel Aðeins fjórum stigum munaði á liðunum í hálfleik, 36-32, en Ísrael byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði mest sautján stiga forskoti í 3. leikhluta. Eftir það var brekkan brött fyrir Ísland. „Það er erfitt þegar þeir eru með svona mikil gæði inni á vellinum. Þú þarft strax að byrja að elta í og það fer voðalega mikil orka í að koma til baka. Við náðum að koma þessu niður í einhver 6-8 stig en þá voru menn byrjaðir að pústa helvíti hart,“ sagði Jón Axel. Honum fannst íslenska liðið ekki njóta sannmælis í dómgæslunni og þótti Grindvíkingnum NBA-leikmaður Ísraels, Deni Avdija, fá full ódýrar villur, öfugt við til dæmis Martin Hermannsson. Hann er ekki í NBA „Við fórum mikið inn í teig. Það voru fáar villur dæmdar þegar við fórum inn í teiginn allan leikinn. Martin fór mikið á hringinn, þeir brutu mikið á honum en hann er ekki í NBA og þá fær hann minni villur en einhverjir aðrir í hinu liðinu,“ sagði Jón Axel. „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en ef við förum inn í teig fáum við lítið.“ En var Jón Axel ósáttur við dómgæsluna í dag? „Ekkert þannig. Villurnar eru jafnar en það væri fínt upp á að menn komist í takt að fá nokkur vítaskot inn á milli. Þeir jöfnuðu þetta mikið með villum úti á velli og annað þannig,“ svaraði Jón Axel. Jón Axel hitti úr fjórum af tólf skotum sínum í leiknum.vísir/hulda margrét Hann vill meina að fyrri hálfleikurinn gefi betri mynd af muninum á liðunum en sá seinni. „Munurinn var eins og fyrri hálfleikurinn var. Við erum í þeim allan tímann en það vantaði að nokkur stemmningsskot myndu detta og þá fá menn sjálfstraustið beint aftur,“ sagði Jón Axel. Getur ekki beðið eftir næsta leik Hann naut þess að spila fyrir framan íslensku stuðningsmenn í Spodek í Katowice. „Þetta var geggjað og maður fékk auka orku til að gera allt inni á vellinum með þessa stuðningsmenn í stúkunni. Maður getur eiginlega ekki beðið eftir næsta leik á laugardaginn,“ sagði Jón Axel en eftir tvo daga mætir Ísland Belgíu í öðrum leik sínum á EM. Viðtalið við Jón Axel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Ísland tapaði 83-71 gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Strákarnir okkar stóðu í öflugu liði Ísraels í fyrri hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega, hittu ekki úr skotum og drógust of langt aftur úr til að eiga möguleika á sigri. 28. ágúst 2025 10:01 „Ég biðst afsökunar“ „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. 28. ágúst 2025 14:31 Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Póllandi. Eftir ágæta spretti í fyrri hálfleik fór orkulaus og klaufaleg byrjun á seinni hálfleik nánast langt með að klúðra þessum leik fyrir íslenska liðið. Í lokin munaði tólf stigum á liðunum. 28. ágúst 2025 14:25 „Verðum að geta skotið betur“ „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. 28. ágúst 2025 14:26 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Ísland tapaði 83-71 gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Strákarnir okkar stóðu í öflugu liði Ísraels í fyrri hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega, hittu ekki úr skotum og drógust of langt aftur úr til að eiga möguleika á sigri. 28. ágúst 2025 10:01
„Ég biðst afsökunar“ „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. 28. ágúst 2025 14:31
Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Póllandi. Eftir ágæta spretti í fyrri hálfleik fór orkulaus og klaufaleg byrjun á seinni hálfleik nánast langt með að klúðra þessum leik fyrir íslenska liðið. Í lokin munaði tólf stigum á liðunum. 28. ágúst 2025 14:25
„Verðum að geta skotið betur“ „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. 28. ágúst 2025 14:26