Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 14:44 Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins. Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins.
Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira