Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar 28. ágúst 2025 11:45 Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar