Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar 28. ágúst 2025 12:02 Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð. Endurnýting eða nýsköpun? Tvö frumvörp eru einkum sögð hornsteinar „nýju sóknarinnar“: annars vegar frumvarp sem varð að lögum sl. vor um samræmt námsmat og hins vegar frumvarp um heildarlög um gerð námsgagna. Bæði frumvörpin lágu hins vegar fullmótuð fyrir hjá fyrri ríkisstjórn. Það er vissulega jákvætt að þau komi nú til framkvæmda, en erfitt er að tala um „nýja sókn“ ef engin ný sýn er til staðar. Sókn án fjármögnunar? Stærri spurningin er þó hvort þessi boðaða sókn sé yfirleitt fjármögnuð. Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til menntamála (málefnasvið 22, stjórnsýsla menntamála o.fl.) lækki ár frá ári, alls um 1,5 milljarða á tímabili áætlunarinnar, þar af um einn milljarð strax árið 2026. Vissulega hækka framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu ár, en nauðsynlegt er að efla faglega stoðþjónustu, styrkja stjórnsýslu og auka eftirfylgni markmiða og aðgerða. Það er eðlilegt að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum, en það fer illa saman við stór orð um sókn í menntamálum, sem óhjákvæmilega krefst aukinna fjárveitinga. Að takast á við samfélagsbreytingar Raunveruleg sókn í menntamálum snýst enn fremur ekki aðeins um að bæta mælingar eða taka upp samræmt námsmat, sem hvort tveggja er vissulega jákvætt. Hún snýst um að tryggja að skólakerfið ráði m.a. við þær samfélagsbreytingar sem þegar eiga sér stað. Í mörgum grunnskólum landsins er hlutfall innflytjenda orðið mjög hátt og raunar svo hátt að hraði breytinganna er nánast án hliðstæðu á Norðurlöndum. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Mikilvægt er að kenna börnum með erlendan bakgrunn íslensku á árangursríkan hátt, og um leið að tryggja að íslensk börn nái góðum tökum á móðurmálinu. Þegar stór hluti bekkja hefur annað móðurmál en íslensku verður þessi áskorun enn stærri. Að takast á við þessar áskoranir mun kosta sitt, en leiða til aukinnar verðmætasköpunar og velmegunar til lengri tíma. Sameiginleg áskorun – sameiginlegt verkefni Breytt samfélagsmynstur er áskorun sem snertir okkur öll. Við þurfum heiðarlegt samtal um hvert stefnir og hvað gera þarf öllum til hagsbóta. Hvernig tryggjum við að börn með erlendan bakgrunn fái raunhæfan stuðning án þess að það komi niður á tungumálakunnáttu íslenskra barna? Hvernig tryggjum við að íslenskt skólakerfi verði áfram burðarás samfélags sem er í örum breytingum? Þetta eru ekki spurningar sem leystar verða með endurunnu frumvarpi, heldur með markvissum aðgerðum og fjárfestingu í kennurum, stuðningsúrræðum, bættu eftirliti og faglegu starfi. Samræmdur matsferill og betri námsgögn eru jákvæð skref, en við þurfum að taka fleiri skref. Sókn í menntamálum verður að fela í sér raunhæf markmið, tryggða fjármögnun og hugrekki til að mæta samfélagsbreytingum. Hún þarf að tryggja að íslenskan blómstri sem móðurmál, að skólarnir okkar ráði við breytta samsetningu samfélagsins og að börn fái sem bestan grunn til framtíðar. Í skólum landsins starfar frábært fagfólk sem á skilið traustan stuðning til að sinna sínu mikilvæga starfi. Spurningin er því einföld: ætlum við að nýta tækifærið og byggja upp menntakerfi sem þjónar öllum börnum í breyttu samfélagi eða látum við „nýju sóknina“ verða að litlu hliðarskrefi? Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skóla- og menntamál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð. Endurnýting eða nýsköpun? Tvö frumvörp eru einkum sögð hornsteinar „nýju sóknarinnar“: annars vegar frumvarp sem varð að lögum sl. vor um samræmt námsmat og hins vegar frumvarp um heildarlög um gerð námsgagna. Bæði frumvörpin lágu hins vegar fullmótuð fyrir hjá fyrri ríkisstjórn. Það er vissulega jákvætt að þau komi nú til framkvæmda, en erfitt er að tala um „nýja sókn“ ef engin ný sýn er til staðar. Sókn án fjármögnunar? Stærri spurningin er þó hvort þessi boðaða sókn sé yfirleitt fjármögnuð. Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til menntamála (málefnasvið 22, stjórnsýsla menntamála o.fl.) lækki ár frá ári, alls um 1,5 milljarða á tímabili áætlunarinnar, þar af um einn milljarð strax árið 2026. Vissulega hækka framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu ár, en nauðsynlegt er að efla faglega stoðþjónustu, styrkja stjórnsýslu og auka eftirfylgni markmiða og aðgerða. Það er eðlilegt að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum, en það fer illa saman við stór orð um sókn í menntamálum, sem óhjákvæmilega krefst aukinna fjárveitinga. Að takast á við samfélagsbreytingar Raunveruleg sókn í menntamálum snýst enn fremur ekki aðeins um að bæta mælingar eða taka upp samræmt námsmat, sem hvort tveggja er vissulega jákvætt. Hún snýst um að tryggja að skólakerfið ráði m.a. við þær samfélagsbreytingar sem þegar eiga sér stað. Í mörgum grunnskólum landsins er hlutfall innflytjenda orðið mjög hátt og raunar svo hátt að hraði breytinganna er nánast án hliðstæðu á Norðurlöndum. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Mikilvægt er að kenna börnum með erlendan bakgrunn íslensku á árangursríkan hátt, og um leið að tryggja að íslensk börn nái góðum tökum á móðurmálinu. Þegar stór hluti bekkja hefur annað móðurmál en íslensku verður þessi áskorun enn stærri. Að takast á við þessar áskoranir mun kosta sitt, en leiða til aukinnar verðmætasköpunar og velmegunar til lengri tíma. Sameiginleg áskorun – sameiginlegt verkefni Breytt samfélagsmynstur er áskorun sem snertir okkur öll. Við þurfum heiðarlegt samtal um hvert stefnir og hvað gera þarf öllum til hagsbóta. Hvernig tryggjum við að börn með erlendan bakgrunn fái raunhæfan stuðning án þess að það komi niður á tungumálakunnáttu íslenskra barna? Hvernig tryggjum við að íslenskt skólakerfi verði áfram burðarás samfélags sem er í örum breytingum? Þetta eru ekki spurningar sem leystar verða með endurunnu frumvarpi, heldur með markvissum aðgerðum og fjárfestingu í kennurum, stuðningsúrræðum, bættu eftirliti og faglegu starfi. Samræmdur matsferill og betri námsgögn eru jákvæð skref, en við þurfum að taka fleiri skref. Sókn í menntamálum verður að fela í sér raunhæf markmið, tryggða fjármögnun og hugrekki til að mæta samfélagsbreytingum. Hún þarf að tryggja að íslenskan blómstri sem móðurmál, að skólarnir okkar ráði við breytta samsetningu samfélagsins og að börn fái sem bestan grunn til framtíðar. Í skólum landsins starfar frábært fagfólk sem á skilið traustan stuðning til að sinna sínu mikilvæga starfi. Spurningin er því einföld: ætlum við að nýta tækifærið og byggja upp menntakerfi sem þjónar öllum börnum í breyttu samfélagi eða látum við „nýju sóknina“ verða að litlu hliðarskrefi? Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun