Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 23:07 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata. Samsett Bókun eftir bókun var skráð í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs í gær undir liðnum Menntaráð er minni-og meirihlutinn tókust á um nýjar umbótatillögur fyrir grunnskóla bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs tilkynnti nýlega áætlanirnar opinberlega, minnihlutanum til ama. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, kynnti í síðustu viku sextán umbótatillögur sem mótaðar höfðu verið í starfshóp á vegum sveitarfélagsins síðasta árið. Markmiðið var að kljást við ýmsar áskoranir sem væru uppi í skólakerfinu nú til dags. Þar á meðal var tilkynnt að Kópavogsbær myndi taka upp samræmd stöðupróf fyrir alla nemendur frá fjórða upp í tíunda bekk. Það sem á í raun að gera er að innleiða stöðupróf um land allt sem er hluti af nýja námskerfinu Matsferli. Fundargerð Menntaráðs, þar sem farið var yfir umbótatillögurnar, var tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í Kópavogi í gær og var minnihlutinn ekki ánægður með tilkynningu bæjarstjórans. „Málefni grunnskólanna kalla á vandaða málsmeðferð og virðingu fyrir lýðræðislegu stjórnkerfi sveitarfélaga. Af máli bæjarstjóra má ráða að hana skorti skilning á hlutverki kjörinna fulltrúa og ábyrgð sinni sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins,“ stendur í bókun minnihlutans, undirrituð af Sigurbjörgu E. Egilsdóttir, fulltrúa Pírata, Kolbeini Reginssyni og Helgu Jónsdóttur úr Vinum Kópavogs, Theódóru S. Þorsteinsdóttur úr Viðreisn og Bergljótu Kristinsdóttur úr Samfylkingunni. Þar er tekið fram að það sé ekki einungis bæjarstjóri sem taki ákvarðanir heldur sé hann einungis einn af ellefu fulltrúum. Menntaráð fari með stefnumótun í skólamálum en bæjarráð með fjárheimildir. „Hlutverk bæjarstjóra er að tryggja að kjörnir fulltrúar hafi allar upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir, ekki að kynna eigin hugmyndir beint fyrir foreldrum eða í fjölmiðlum áður en þær hafa fengið rétta málsmeðferð,“ heldur bókun minnihlutans áfram. Tillögurnar hafi ekki verið kostnaðarmetnar né þeim forgangsraðað í aðgerðaáætlun og því ekki hlotið afgreiðslu í samræmi við samráðsferli menntaráðs. Slíkt samráðsferli hafi verið grundvöllur stofnunar stýrihópsins. Þá sé vinna stýrihópsins við að rýna í tillögur sérfræðingateymisins rétt að byrja. „Það er því ekki aðeins ótímabært heldur rangt að menntaráð afgreiði tillögurnar og að bæjarstjóri kynni þær opinberlega,“ segir í bókuninni. Minnihlutinn geri lítið úr vinnu skólasamfélagsins Meirihlutinn, sem samanstendur af Ásdísi Kristjánsdóttur, Andra Steini Hilmarssyni, Elísabetu Sveinsdóttur og Sigrúnu Bjarnadóttur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Orra Hlöðverssyni og Björgu Baldursdóttur fyrir Framsóknarflokkinn, svaraði með sinni eigin bókun. „Málsmeðferðin hefur verið vönduð og byggist á víðtæku samráði við skólafélagið. Því er það miður að fulltrúar minnihlutans geri lítið úr þeirri vinnu með því að persónugera, leggja ofuráherslu á og tortyggja aðkomu bæjarstjóra að málinu.“ Meirihlutinn segir að tillögurnar hafi farið sinn eðlilega farveg fyrir menntaráði og séu þær í samræmi við stefnu til skólastarfs til ársins 2030. „Lýðræðislegt hlutverk kjörinna fulltrúa er að taka ákvarðanir og koma aðgerðum í framkvæmd. Þessar tillögur hafa verið ræddar ítarlega og fulltrúar allra flokka, bæði í menntaráði og bæjarráði, hafa haft fullt tækifæri til að koma sínum ábendingum og athugasemdum að.“ Minnihlutinn svaraði á ný og sagðist ekki vera að gera lítið úr vinnunni sem fólst í mótun tilagana en þær hafi hins vegar ekki farið eðlilegan farveg. Endurtekið er að vinna stýrihópsins sé rétt að byrja og að ótímabært hafi verið að tilkynna niðurstöðurnar. „Það er ekkert eðlilegra en að bæjarstjóri, sem er forsvarsmaður bæjarins, kynni tillögur sem hafa verið samþykktar af menntaráði og fundargerðin opinber. Innleiðingarferlinu og útfærslum á tillögum verður að sjálfsögðu fylgt eftir,“ svarar meirihlutinn í enn annarri bókun. Ítreka að ekki liggi fyrir kostnaðarmat Minnihlutinn fann sig þó knúinn til að svara aftur. „Í fundarboði menntaráðs voru tillögurnar lagðar fram til kynningar og umræðu en ekki afgreiðslu. Ferlið sem hér var fylgt er ekki í samræmi við það verklag sem kynnt var í menntaráði. Samkvæmt því er hlutverk stýrihópsins að „rýna og samþykkja tillögur sérfræðingateymis um innleiðingu umbótaverkefna, mælikvarða árangurs og tímaramma.“ Sú vinna hefur ekki farið fram og er því ótímabært að kynna tillögurnar sem samþykktar aðgerðir,“ segir minnihlutinn í bókun. Endurtekið er að ekki liggi fyrir kostnaðarmat né tillögur um fjárheimildir vegna umbótatillaganna. Svo virðist sem meirihlutinn hafi viljað ljúka fundinum og segir í síðustu bókuninni að það sé ljóst að minni- og meirihlutinn séu ekki sammála um ferlið í tengslum við menntatillögurnar. „Mestu máli skiptir er að svo virðist sem samstaða sé efnislega um tillögurnar í bæjarstjórn, sem eru jákvæðar og til bóta fyrir skólastarfið í grunnskólum Kópavogsbæjar,“ skrifar meirihlutinn. Þannig lauk umræðunni um menntamál Kópavogsbæjar og var farið í næsta fundarlið, samkvæmt fundargerð. Svo virðist að samt sem áður hafi heitar umræður skapast um ýmis mál bæjarstjórnar en fundurinn stóð frá fjögur síðdegis til hálf níu að kvöldi til. Vert er að taka fram að tvö fundarhlé voru tekin, annars vegar í tíu mínútur rétt eftir fimm, og svo í rétt rúmar tvær klukkustundir rétt eftir sex. Kópavogur Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, kynnti í síðustu viku sextán umbótatillögur sem mótaðar höfðu verið í starfshóp á vegum sveitarfélagsins síðasta árið. Markmiðið var að kljást við ýmsar áskoranir sem væru uppi í skólakerfinu nú til dags. Þar á meðal var tilkynnt að Kópavogsbær myndi taka upp samræmd stöðupróf fyrir alla nemendur frá fjórða upp í tíunda bekk. Það sem á í raun að gera er að innleiða stöðupróf um land allt sem er hluti af nýja námskerfinu Matsferli. Fundargerð Menntaráðs, þar sem farið var yfir umbótatillögurnar, var tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í Kópavogi í gær og var minnihlutinn ekki ánægður með tilkynningu bæjarstjórans. „Málefni grunnskólanna kalla á vandaða málsmeðferð og virðingu fyrir lýðræðislegu stjórnkerfi sveitarfélaga. Af máli bæjarstjóra má ráða að hana skorti skilning á hlutverki kjörinna fulltrúa og ábyrgð sinni sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins,“ stendur í bókun minnihlutans, undirrituð af Sigurbjörgu E. Egilsdóttir, fulltrúa Pírata, Kolbeini Reginssyni og Helgu Jónsdóttur úr Vinum Kópavogs, Theódóru S. Þorsteinsdóttur úr Viðreisn og Bergljótu Kristinsdóttur úr Samfylkingunni. Þar er tekið fram að það sé ekki einungis bæjarstjóri sem taki ákvarðanir heldur sé hann einungis einn af ellefu fulltrúum. Menntaráð fari með stefnumótun í skólamálum en bæjarráð með fjárheimildir. „Hlutverk bæjarstjóra er að tryggja að kjörnir fulltrúar hafi allar upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir, ekki að kynna eigin hugmyndir beint fyrir foreldrum eða í fjölmiðlum áður en þær hafa fengið rétta málsmeðferð,“ heldur bókun minnihlutans áfram. Tillögurnar hafi ekki verið kostnaðarmetnar né þeim forgangsraðað í aðgerðaáætlun og því ekki hlotið afgreiðslu í samræmi við samráðsferli menntaráðs. Slíkt samráðsferli hafi verið grundvöllur stofnunar stýrihópsins. Þá sé vinna stýrihópsins við að rýna í tillögur sérfræðingateymisins rétt að byrja. „Það er því ekki aðeins ótímabært heldur rangt að menntaráð afgreiði tillögurnar og að bæjarstjóri kynni þær opinberlega,“ segir í bókuninni. Minnihlutinn geri lítið úr vinnu skólasamfélagsins Meirihlutinn, sem samanstendur af Ásdísi Kristjánsdóttur, Andra Steini Hilmarssyni, Elísabetu Sveinsdóttur og Sigrúnu Bjarnadóttur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Orra Hlöðverssyni og Björgu Baldursdóttur fyrir Framsóknarflokkinn, svaraði með sinni eigin bókun. „Málsmeðferðin hefur verið vönduð og byggist á víðtæku samráði við skólafélagið. Því er það miður að fulltrúar minnihlutans geri lítið úr þeirri vinnu með því að persónugera, leggja ofuráherslu á og tortyggja aðkomu bæjarstjóra að málinu.“ Meirihlutinn segir að tillögurnar hafi farið sinn eðlilega farveg fyrir menntaráði og séu þær í samræmi við stefnu til skólastarfs til ársins 2030. „Lýðræðislegt hlutverk kjörinna fulltrúa er að taka ákvarðanir og koma aðgerðum í framkvæmd. Þessar tillögur hafa verið ræddar ítarlega og fulltrúar allra flokka, bæði í menntaráði og bæjarráði, hafa haft fullt tækifæri til að koma sínum ábendingum og athugasemdum að.“ Minnihlutinn svaraði á ný og sagðist ekki vera að gera lítið úr vinnunni sem fólst í mótun tilagana en þær hafi hins vegar ekki farið eðlilegan farveg. Endurtekið er að vinna stýrihópsins sé rétt að byrja og að ótímabært hafi verið að tilkynna niðurstöðurnar. „Það er ekkert eðlilegra en að bæjarstjóri, sem er forsvarsmaður bæjarins, kynni tillögur sem hafa verið samþykktar af menntaráði og fundargerðin opinber. Innleiðingarferlinu og útfærslum á tillögum verður að sjálfsögðu fylgt eftir,“ svarar meirihlutinn í enn annarri bókun. Ítreka að ekki liggi fyrir kostnaðarmat Minnihlutinn fann sig þó knúinn til að svara aftur. „Í fundarboði menntaráðs voru tillögurnar lagðar fram til kynningar og umræðu en ekki afgreiðslu. Ferlið sem hér var fylgt er ekki í samræmi við það verklag sem kynnt var í menntaráði. Samkvæmt því er hlutverk stýrihópsins að „rýna og samþykkja tillögur sérfræðingateymis um innleiðingu umbótaverkefna, mælikvarða árangurs og tímaramma.“ Sú vinna hefur ekki farið fram og er því ótímabært að kynna tillögurnar sem samþykktar aðgerðir,“ segir minnihlutinn í bókun. Endurtekið er að ekki liggi fyrir kostnaðarmat né tillögur um fjárheimildir vegna umbótatillaganna. Svo virðist sem meirihlutinn hafi viljað ljúka fundinum og segir í síðustu bókuninni að það sé ljóst að minni- og meirihlutinn séu ekki sammála um ferlið í tengslum við menntatillögurnar. „Mestu máli skiptir er að svo virðist sem samstaða sé efnislega um tillögurnar í bæjarstjórn, sem eru jákvæðar og til bóta fyrir skólastarfið í grunnskólum Kópavogsbæjar,“ skrifar meirihlutinn. Þannig lauk umræðunni um menntamál Kópavogsbæjar og var farið í næsta fundarlið, samkvæmt fundargerð. Svo virðist að samt sem áður hafi heitar umræður skapast um ýmis mál bæjarstjórnar en fundurinn stóð frá fjögur síðdegis til hálf níu að kvöldi til. Vert er að taka fram að tvö fundarhlé voru tekin, annars vegar í tíu mínútur rétt eftir fimm, og svo í rétt rúmar tvær klukkustundir rétt eftir sex.
Kópavogur Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent