Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2025 17:32 Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Skipulag Samgöngur Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun