Tilraunaskotið heppnaðist loksins Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2025 11:37 Frá geimskotinu í nótt. Um mikið sjónarspil var að ræða. AP/Eric Gay Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. Einnig heppnaðist að dreifa eftirlíkingum Starlink gervihnatta á braut um jörðu og var það í fyrsta sinn sem það gengur eftir með Starship. Áður hafði geimskipið sprungið í loft á jörðu niðri. Þar áður misheppnaðist níunda tilraunaskotið þegar Starship splundraðist eftir 45 mínútna flug. Starship’s tenth flight test pushed the limits and provided maximum excitement along the way → https://t.co/UIwbeGoo2B pic.twitter.com/W6fH3GCwuP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. Stórt skref Í tilkynningu frá SpaceX segir að árangurinn marki stórt skref fram á við í þróun Starship. Öllum markmiðum tilraunaskotsins hafi verið náð og að starfsmenn SpaceX hafi safnað gífurlega mikilvægum upplýsingum sem nýtast munu við þróun samstæðunnar. Starfsmenn SpaceX settu sérstaklega mikið álag á hitaskjöld Starship og geimskipið sjálft þegar það féll aftur til jarðar, eftir að hafa komið gervihnattaeftirlíkingunum á sporbraut. Þrátt fyrir það tókst geimskipinu að snúa í loftinu og líkja eftir lendingu. Live views brought to you by @Starlink pic.twitter.com/3yVzQrMZBz— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Splashdown confirmed! Congratulations to the entire SpaceX team on an exciting tenth flight test of Starship! pic.twitter.com/5sbSPBRJBP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Super Heavy has splashed down in the Gulf pic.twitter.com/LGozUAmLt8— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 Open the pod bay door, HALStarship deploying @Starlink simulator sats pic.twitter.com/3CSOyulzcJ— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 SpaceX Geimurinn Bandaríkin Elon Musk Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Einnig heppnaðist að dreifa eftirlíkingum Starlink gervihnatta á braut um jörðu og var það í fyrsta sinn sem það gengur eftir með Starship. Áður hafði geimskipið sprungið í loft á jörðu niðri. Þar áður misheppnaðist níunda tilraunaskotið þegar Starship splundraðist eftir 45 mínútna flug. Starship’s tenth flight test pushed the limits and provided maximum excitement along the way → https://t.co/UIwbeGoo2B pic.twitter.com/W6fH3GCwuP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. Stórt skref Í tilkynningu frá SpaceX segir að árangurinn marki stórt skref fram á við í þróun Starship. Öllum markmiðum tilraunaskotsins hafi verið náð og að starfsmenn SpaceX hafi safnað gífurlega mikilvægum upplýsingum sem nýtast munu við þróun samstæðunnar. Starfsmenn SpaceX settu sérstaklega mikið álag á hitaskjöld Starship og geimskipið sjálft þegar það féll aftur til jarðar, eftir að hafa komið gervihnattaeftirlíkingunum á sporbraut. Þrátt fyrir það tókst geimskipinu að snúa í loftinu og líkja eftir lendingu. Live views brought to you by @Starlink pic.twitter.com/3yVzQrMZBz— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Splashdown confirmed! Congratulations to the entire SpaceX team on an exciting tenth flight test of Starship! pic.twitter.com/5sbSPBRJBP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Super Heavy has splashed down in the Gulf pic.twitter.com/LGozUAmLt8— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 Open the pod bay door, HALStarship deploying @Starlink simulator sats pic.twitter.com/3CSOyulzcJ— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Elon Musk Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira