Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2025 11:36 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi. Í bakgrunni sést í Sævar Þór Jónsson verjandi hans. Vísir/Anton Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías, sem er 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Matthías gaf skýrslu fyrir dómi í gærmorgun og má lesa um það hér að neðan. Eitthvað sem hafði ekki gerst áður Móðir Matthíasar segir að hann hafi verið heima þetta kvöld, í herberginu sínu. Um tíu- eða hálfellefuleytið hafi hann sagst ætla að fara út og koma snemma heim, fyrir miðnætti. Hún sagðist hafa beðið hann um að fara ekki. Fósturfaðir hans hefði ákveðið að bíða eftir honum og reynt að ná í hann um miðnætti. Annar maður en Matthías hafi svarað honum, og það komið þeim í opna skjöldu, en faðirinn mun þá hafa vakið móðiruna. „Um miðnætti sendi ég honum skilaboðin: „Ætlaðir þú ekki að vera kominn heim?“ Ég fæ ekkert svar. Korter yfir tólf er mér svarað, það er maður sem svarar í símann hans og ég spyr hvort Matthías sé þarna, og þá er mér svarað „Ert þú forráðamaður Hauks?“ Ég segi nei, og þá er skellt á,“ sagði fósturfaðirinn fyrir dómi sem vakti móðurina í kjölfarið. „Ég verð mjög stressuð því það er ekki eitthvað sem hefur gerst áður, hann svarar alltaf sjálfur í sinn síma,“ sagði móðir Matthíasar. Þess má geta að Matthías hélt því fram fyrir dómi að Stefán Blackburn hefði hringt í hann og beðið hann að hjálpa við að laga bilaða Teslu. Þegar hann hafi mætt á vettvang hafi blasað við honum maður með poka yfir höfðinu, sem mun hafa verið Hjörleifur, hinn látni í málinu. Þá sagði Matthías að Stefán Blackburn hefði tekið símann af honum þegar hann mætti og farið að hringja. Skilaði sér ekki heim um morguninn Móðir Matthíasar segir að eftir að faðirinn vakti hana hafi hún farið fram úr, og hringt ítrekað í son sinn sem ekki hafi svarað. Matthías hafi síðan svarað skömmu fyrir eitt. „Hann segir mér að það sé allt í lagi, og að hann sé á leiðinni heim,“ sagði hún. Henni hafi tekist að sofna, en sofið órólega og mikið vaknað. Um fimm- eða hálfsexleytið hafi hún vaknað og athugað hvort hann hafi skilað sér heim sem hann hafði ekki gert. Þau hafi haldið áfram að hringja um morguninn og þau ákveðið að hann myndi fara á lögreglustöð og tilkynna hann týndan, sem hann hafi gert. Síðan hafi móðirin fengið símtal um hádegisleytið frá lögfræðiskrifstofu Matthíasar um að hann væri staddur þar. Hún hafi síðan sótt hann, en skömmu eftir komuna heim hafi Matthías verið handtekinn. Heimsókn skömmu eftir handtökuna Örfáum dögum eftir handtökuna hafi ungur maður komið heim til þeirra og hvatt Matthías til að skipta um lögmann. „Hann kynnir sig sem vin hans Matthíasar, kynnir sig með nafni, við höfðum ekki hitt hann áður. Hann var ekki ógnandi. Hann sýndi okkur Facebook-prófíl hjá lögfræðingi og sagði að Matthías ætti að fara til þessa lögfræðings,“sagði móðirin. „Við erum í miklu uppnámi og tjáum honum það að við getum ekkert haft samband við Matthías því hann sé í einangrun,“ sagði fósturfaðirinn. „Hann hefur ekki komið heim til okkar áður, þessi drengur.“ Sigurður G. Gíslason, dómarinn í málinu, spurði móðurina hvort þessi ungi maður hefði tekið þessa tillögu upp hjá sjálfum sér eða hvort þetta væri frá öðrum komið. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun Verjandi Matthíasar bað móður hans um að lýsa syni sínum. Hún sagðist ekki þekkja til þess að hann hefði tekið þátt í neinu þessu líku áður. „Matthías er blíður og góður. Hann hefur alltaf verið góður og aldrei sýnt af sér neina ofbeldishegðun eða neitt svoleiðis,“ sagði hún. „Hann er ekki í neyslu. Við höfum aldrei orðið vör við það að hann hafi verið í neyslu eða fengið vitneskju um að hann hafi lent í veseni hjá lögreglunni eða neitt svoleiðis.“ Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías, sem er 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Matthías gaf skýrslu fyrir dómi í gærmorgun og má lesa um það hér að neðan. Eitthvað sem hafði ekki gerst áður Móðir Matthíasar segir að hann hafi verið heima þetta kvöld, í herberginu sínu. Um tíu- eða hálfellefuleytið hafi hann sagst ætla að fara út og koma snemma heim, fyrir miðnætti. Hún sagðist hafa beðið hann um að fara ekki. Fósturfaðir hans hefði ákveðið að bíða eftir honum og reynt að ná í hann um miðnætti. Annar maður en Matthías hafi svarað honum, og það komið þeim í opna skjöldu, en faðirinn mun þá hafa vakið móðiruna. „Um miðnætti sendi ég honum skilaboðin: „Ætlaðir þú ekki að vera kominn heim?“ Ég fæ ekkert svar. Korter yfir tólf er mér svarað, það er maður sem svarar í símann hans og ég spyr hvort Matthías sé þarna, og þá er mér svarað „Ert þú forráðamaður Hauks?“ Ég segi nei, og þá er skellt á,“ sagði fósturfaðirinn fyrir dómi sem vakti móðurina í kjölfarið. „Ég verð mjög stressuð því það er ekki eitthvað sem hefur gerst áður, hann svarar alltaf sjálfur í sinn síma,“ sagði móðir Matthíasar. Þess má geta að Matthías hélt því fram fyrir dómi að Stefán Blackburn hefði hringt í hann og beðið hann að hjálpa við að laga bilaða Teslu. Þegar hann hafi mætt á vettvang hafi blasað við honum maður með poka yfir höfðinu, sem mun hafa verið Hjörleifur, hinn látni í málinu. Þá sagði Matthías að Stefán Blackburn hefði tekið símann af honum þegar hann mætti og farið að hringja. Skilaði sér ekki heim um morguninn Móðir Matthíasar segir að eftir að faðirinn vakti hana hafi hún farið fram úr, og hringt ítrekað í son sinn sem ekki hafi svarað. Matthías hafi síðan svarað skömmu fyrir eitt. „Hann segir mér að það sé allt í lagi, og að hann sé á leiðinni heim,“ sagði hún. Henni hafi tekist að sofna, en sofið órólega og mikið vaknað. Um fimm- eða hálfsexleytið hafi hún vaknað og athugað hvort hann hafi skilað sér heim sem hann hafði ekki gert. Þau hafi haldið áfram að hringja um morguninn og þau ákveðið að hann myndi fara á lögreglustöð og tilkynna hann týndan, sem hann hafi gert. Síðan hafi móðirin fengið símtal um hádegisleytið frá lögfræðiskrifstofu Matthíasar um að hann væri staddur þar. Hún hafi síðan sótt hann, en skömmu eftir komuna heim hafi Matthías verið handtekinn. Heimsókn skömmu eftir handtökuna Örfáum dögum eftir handtökuna hafi ungur maður komið heim til þeirra og hvatt Matthías til að skipta um lögmann. „Hann kynnir sig sem vin hans Matthíasar, kynnir sig með nafni, við höfðum ekki hitt hann áður. Hann var ekki ógnandi. Hann sýndi okkur Facebook-prófíl hjá lögfræðingi og sagði að Matthías ætti að fara til þessa lögfræðings,“sagði móðirin. „Við erum í miklu uppnámi og tjáum honum það að við getum ekkert haft samband við Matthías því hann sé í einangrun,“ sagði fósturfaðirinn. „Hann hefur ekki komið heim til okkar áður, þessi drengur.“ Sigurður G. Gíslason, dómarinn í málinu, spurði móðurina hvort þessi ungi maður hefði tekið þessa tillögu upp hjá sjálfum sér eða hvort þetta væri frá öðrum komið. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun Verjandi Matthíasar bað móður hans um að lýsa syni sínum. Hún sagðist ekki þekkja til þess að hann hefði tekið þátt í neinu þessu líku áður. „Matthías er blíður og góður. Hann hefur alltaf verið góður og aldrei sýnt af sér neina ofbeldishegðun eða neitt svoleiðis,“ sagði hún. „Hann er ekki í neyslu. Við höfum aldrei orðið vör við það að hann hafi verið í neyslu eða fengið vitneskju um að hann hafi lent í veseni hjá lögreglunni eða neitt svoleiðis.“
Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira