Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:01 Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun