Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar 24. ágúst 2025 15:31 Til að skilja stöðu hagkerfisins í dag verðum við að horfa á þróunina síðustu 40–50 ár. Myndin er nokkuð skýr. Launatekjur hafa ár eftir ár misst markvisst gildin sín, einfaldlega vegna þess að þær hækka ekki í samræmi við nauðsynlegan kostnað. Á sama tíma hefur t.d. húsnæðisverð hækkað um 200–400% á síðastliðnum 14 árum. Tökum dæmi: íbúð sem er til sölu á vísi í dag seldist árið 2011 á 19,1m en er í dag ásett á 84,5m. Það er hækkun um 340% á aðeins 14 árum. Hafa launin þín hækkað um 340% á þessum tíma? Það eru margar leiðir til að afla tekna. Launatekjur er ein leið, en aðrar eru fjármagnstekjur en þær eru t.d. leigutekjur, vaxtatekjur, söluhagnaður, arðgreiðslur og arfur. Ein af þessum tekjulindum stendur ekki í takt við kostnað á því að lifa, og það eru launin. Fjármagnstekjur hins vegar hafa hækkað langt umfram nauðsynlegan kostnað heimila. Piketty (2014, Capital in the 21st Century) sýnir að þegar ávöxtun fjármagns (r) er hærri en hagvöxtur (g), þá magnast auður upp hjá þeim sem þegar hafa fjármagn, því þeir uppskera leigu, arð og vexti af þeim sem eiga bara launin sín. OECD og World Inequality Database sýna að í flestum vestrænum ríkjum hefur þetta mynstur aukið efnahagslegt ójafnvægi síðustu áratugi. 50% af Íslendingum eiga að jafnaði ekki neitt. Sem þýðir að helmingur þjóðarinnar erfir ekki neina eignarmyndun, föst á leigumarkaði og dýrara verður ár hvert að reyna að eignast eitthvað. Núna vitum við öll hvað það þýðir fyrir hagkerfið og samfélagið en ég útskýri það meira neðar. Á Íslandi má sjá þetta í tölum Hagstofunnar: fjármagnstekjur heimila jukust um 13,1% árið 2024, en launatekjur aðeins um 7,6%. þannig að fjármagn veltist hraðar áfram en laun. Þetta er ekkert óhapp, heldur formúla og hönnun á efnahagskerfi sem kallast kapítalismi. Kapítalismi er sagður vera byggður á samkeppni. Keppnin á að knýja áfram hagvöxt og allir eiga að njóta góðs af því. En þegar þú setur einstaklinga sem lifa eingöngu á laununum sínum í keppni á móti einstaklingum sem hafa bæði laun og fjármagnstekjur þá er sú keppni nokkuð auðveldlega ákveðin fyrirfram. Það er eins og að setja 17 ára 50 kg einstakling upp í kraftlyftingakeppni á móti Hafþóri Júlíussyni. Rétt eins og Hafþór vill keppa við aðra risavaxna karla, þá vilja stórfyrirtæki og auðmenn keppa sín á milli. Sú barátta hristir verulega í hagkerfinu en ekki á hagkvæman hátt. Ímyndaðu þér hoppukastala með hópi barna. Inn koma tveir pabbar og byrja að hoppa. Börnin (launþegarnir) meiðast, en pabbarnir (auðmennirnir) finna lítið fyrir því. Á toppnum hristist hagkerfið en það kemur lítið til baka niður. Auðurinn fer frekar í skattaskjól, lúxusvörur og þjónustu en í innviði samfélagsins. Sá lífsstíll hækkar meðalverðlag fyrir alla. Það hefur því áhrif á alla innan samfélagsins því við deilum öll sama hagkerfinu. Eyðsla þeirra auðugustu er nauðsynleg tölfræðileg breyta þegar við sjáum vaxandi verðbólgu vegna þess að þeir eru einfaldlega of stórir pabbar í of litlum hoppukastala. Þeir sem eiga mestan auð geta stjórnað leikreglunum með áhrifum á pólitík, lög og stefnumótun. Þannig er talið ólíklegt að tekjulægsta fólkið nái að koma sér út úr vítahring fátæktar. Hópur tekjulágra sér nauðsynlegan kostnað verða dýrari með hverju árinu með þessari þróun og ef við skoðum afleiðingar þess útfrá sál- og félagsfræðilegum rannsóknum þá veldur það beint andlegri hnignun sem breiðist út í samfélagið með alvarlegum hegðunar og andfélagslegum vandamálum. Svo sem hækkandi glæpatíðni, ofbeldi og vímuefnaneyslu. Langvinn streita, kvíði og þunglyndi þar sem fólk missir bæði von og vald á eigin lífi vegna þess hversu ólíkleg þau eru til þess að eiga innihaldsríkt líf. Kerfið vinnur gegn þeim, grefur undan styrkleikum þeirra og ýtir undir veikleika eins og tilfinningalegt ójafnvægi, örvættingu og græðgi. Þetta er ekki bara persónuleg kreppa heldur samfélagsleg þróun sem byggist upp smám saman í gegnum margar kynslóðir. Lokastig kapítalismans birtist því sjaldnast sem augljós endir. heldur þróast í það að einstaklingar og hópar leita uppi sökudólga á efnahagslegum óstöðuleika og tilfinningalegu ójafnvægi: launþegar ásaka elítuna, elítan ásakar launþega, margir ásaka innflytjendur og fólk á bótum, hægrið ásakar vinstrið og öfugt. Það er því fráhrindandi hugsunarháttur að telja sig sig trú um það að endalaus hagvöxtur, ósanngjörn samkeppni, og mannskemmandi neysluhyggja geti viðhaldið traustu og heilbrigðu samfélagi. Stattu vörð um launin þín og verndaðu samfélagið þitt með því að sameinast þeim 50% sem lifa eingöngu á launum. Þannig tryggjum við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að þær renni til elítunnar sem gerir þær að munaðarvöru og selur eða leigir þær aftur til launafólksins. Höfundur er sósíalisti og starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Til að skilja stöðu hagkerfisins í dag verðum við að horfa á þróunina síðustu 40–50 ár. Myndin er nokkuð skýr. Launatekjur hafa ár eftir ár misst markvisst gildin sín, einfaldlega vegna þess að þær hækka ekki í samræmi við nauðsynlegan kostnað. Á sama tíma hefur t.d. húsnæðisverð hækkað um 200–400% á síðastliðnum 14 árum. Tökum dæmi: íbúð sem er til sölu á vísi í dag seldist árið 2011 á 19,1m en er í dag ásett á 84,5m. Það er hækkun um 340% á aðeins 14 árum. Hafa launin þín hækkað um 340% á þessum tíma? Það eru margar leiðir til að afla tekna. Launatekjur er ein leið, en aðrar eru fjármagnstekjur en þær eru t.d. leigutekjur, vaxtatekjur, söluhagnaður, arðgreiðslur og arfur. Ein af þessum tekjulindum stendur ekki í takt við kostnað á því að lifa, og það eru launin. Fjármagnstekjur hins vegar hafa hækkað langt umfram nauðsynlegan kostnað heimila. Piketty (2014, Capital in the 21st Century) sýnir að þegar ávöxtun fjármagns (r) er hærri en hagvöxtur (g), þá magnast auður upp hjá þeim sem þegar hafa fjármagn, því þeir uppskera leigu, arð og vexti af þeim sem eiga bara launin sín. OECD og World Inequality Database sýna að í flestum vestrænum ríkjum hefur þetta mynstur aukið efnahagslegt ójafnvægi síðustu áratugi. 50% af Íslendingum eiga að jafnaði ekki neitt. Sem þýðir að helmingur þjóðarinnar erfir ekki neina eignarmyndun, föst á leigumarkaði og dýrara verður ár hvert að reyna að eignast eitthvað. Núna vitum við öll hvað það þýðir fyrir hagkerfið og samfélagið en ég útskýri það meira neðar. Á Íslandi má sjá þetta í tölum Hagstofunnar: fjármagnstekjur heimila jukust um 13,1% árið 2024, en launatekjur aðeins um 7,6%. þannig að fjármagn veltist hraðar áfram en laun. Þetta er ekkert óhapp, heldur formúla og hönnun á efnahagskerfi sem kallast kapítalismi. Kapítalismi er sagður vera byggður á samkeppni. Keppnin á að knýja áfram hagvöxt og allir eiga að njóta góðs af því. En þegar þú setur einstaklinga sem lifa eingöngu á laununum sínum í keppni á móti einstaklingum sem hafa bæði laun og fjármagnstekjur þá er sú keppni nokkuð auðveldlega ákveðin fyrirfram. Það er eins og að setja 17 ára 50 kg einstakling upp í kraftlyftingakeppni á móti Hafþóri Júlíussyni. Rétt eins og Hafþór vill keppa við aðra risavaxna karla, þá vilja stórfyrirtæki og auðmenn keppa sín á milli. Sú barátta hristir verulega í hagkerfinu en ekki á hagkvæman hátt. Ímyndaðu þér hoppukastala með hópi barna. Inn koma tveir pabbar og byrja að hoppa. Börnin (launþegarnir) meiðast, en pabbarnir (auðmennirnir) finna lítið fyrir því. Á toppnum hristist hagkerfið en það kemur lítið til baka niður. Auðurinn fer frekar í skattaskjól, lúxusvörur og þjónustu en í innviði samfélagsins. Sá lífsstíll hækkar meðalverðlag fyrir alla. Það hefur því áhrif á alla innan samfélagsins því við deilum öll sama hagkerfinu. Eyðsla þeirra auðugustu er nauðsynleg tölfræðileg breyta þegar við sjáum vaxandi verðbólgu vegna þess að þeir eru einfaldlega of stórir pabbar í of litlum hoppukastala. Þeir sem eiga mestan auð geta stjórnað leikreglunum með áhrifum á pólitík, lög og stefnumótun. Þannig er talið ólíklegt að tekjulægsta fólkið nái að koma sér út úr vítahring fátæktar. Hópur tekjulágra sér nauðsynlegan kostnað verða dýrari með hverju árinu með þessari þróun og ef við skoðum afleiðingar þess útfrá sál- og félagsfræðilegum rannsóknum þá veldur það beint andlegri hnignun sem breiðist út í samfélagið með alvarlegum hegðunar og andfélagslegum vandamálum. Svo sem hækkandi glæpatíðni, ofbeldi og vímuefnaneyslu. Langvinn streita, kvíði og þunglyndi þar sem fólk missir bæði von og vald á eigin lífi vegna þess hversu ólíkleg þau eru til þess að eiga innihaldsríkt líf. Kerfið vinnur gegn þeim, grefur undan styrkleikum þeirra og ýtir undir veikleika eins og tilfinningalegt ójafnvægi, örvættingu og græðgi. Þetta er ekki bara persónuleg kreppa heldur samfélagsleg þróun sem byggist upp smám saman í gegnum margar kynslóðir. Lokastig kapítalismans birtist því sjaldnast sem augljós endir. heldur þróast í það að einstaklingar og hópar leita uppi sökudólga á efnahagslegum óstöðuleika og tilfinningalegu ójafnvægi: launþegar ásaka elítuna, elítan ásakar launþega, margir ásaka innflytjendur og fólk á bótum, hægrið ásakar vinstrið og öfugt. Það er því fráhrindandi hugsunarháttur að telja sig sig trú um það að endalaus hagvöxtur, ósanngjörn samkeppni, og mannskemmandi neysluhyggja geti viðhaldið traustu og heilbrigðu samfélagi. Stattu vörð um launin þín og verndaðu samfélagið þitt með því að sameinast þeim 50% sem lifa eingöngu á launum. Þannig tryggjum við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að þær renni til elítunnar sem gerir þær að munaðarvöru og selur eða leigir þær aftur til launafólksins. Höfundur er sósíalisti og starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun