Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 14:30 Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun