Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 14:30 Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun