Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2025 06:47 Lavrov sagði í gær að það kæmi ekkert annað til greina en að Rússar og Kínverjar kæmu að því að tryggja öryggi Úkraínu. Getty Stjórnvöld í Rússlandi vilja eiga aðkomu að því að tryggja öryggi Úkraínu til framtíðar, eftir að hafa staðið fyrir stöðugum árásum á landið frá því að þeir gerðu innrás í febrúar 2022. Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira