Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:32 Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Atvinnurekendur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun