Féll fimm metra við að fagna marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 06:33 Liðsfélagar Mierza Firjatullah hoppuðu sem betur fer ekki á eftir honum. @mierza.lovers Ungur knattspyrnumaður skoraði mjög gott mark fyrir þjóð sína en fagnaðarlætin hans enduðu afar illa. Mierza Firjatullah skoraði gott skallamark fyrir sautján ára landslið Indónesíu leik á móti Tadsíkistan. Var réttur maður á réttum stað í teignum og skallaði boltann laglega í markið. Leikurinn var í Independence bikarnum og strákurinn kom Indónesíu í 1-0 á 34. mínútu. Markið gott og gilt en var þó alls ekki ástæðan fyrir því af hverju strákurinn komst í heimsfréttirnar. Fögnuður Firjatullah kom honum nefnilega í vandræði og á flug á netmiðlum. Firjatullah var mjög kátur með markið sitt, hljóp í átta að áhorfendastúkunni og ætlaði að fagna með stuðningsmönnum indóníska liðsins sem höfðu fjölmennt á Norður Súmötru leikvanginn í Deliserdang í Indónesíu. Hann vildi komast alveg upp að kátum stuðningsmönnunum og hoppaði því yfir girðinguna sem var umhverfis völlinn. Firjatullah hélt auðvitað að jörðin væri í sömu hæð hinum megin við girðinguna en svo var ekki raunin. Firjatullah hoppaði í staðinn beina leið ofan í gryfju milli leikvallarins og áhorfendastúkunnar. Fyrir vikið féll strákurinn um fimm metra. Liðsfélagarnir komu á eftir honum en höfðu vit á því að stoppa við girðinguna. Það ótrúlega við þetta að Firjatullah tókst að lenda stökkið og sleppa tiltölulega ómeiddur úr þessu ævintýri. Hann hélt síðan áfram að fagna. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv) Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Mierza Firjatullah skoraði gott skallamark fyrir sautján ára landslið Indónesíu leik á móti Tadsíkistan. Var réttur maður á réttum stað í teignum og skallaði boltann laglega í markið. Leikurinn var í Independence bikarnum og strákurinn kom Indónesíu í 1-0 á 34. mínútu. Markið gott og gilt en var þó alls ekki ástæðan fyrir því af hverju strákurinn komst í heimsfréttirnar. Fögnuður Firjatullah kom honum nefnilega í vandræði og á flug á netmiðlum. Firjatullah var mjög kátur með markið sitt, hljóp í átta að áhorfendastúkunni og ætlaði að fagna með stuðningsmönnum indóníska liðsins sem höfðu fjölmennt á Norður Súmötru leikvanginn í Deliserdang í Indónesíu. Hann vildi komast alveg upp að kátum stuðningsmönnunum og hoppaði því yfir girðinguna sem var umhverfis völlinn. Firjatullah hélt auðvitað að jörðin væri í sömu hæð hinum megin við girðinguna en svo var ekki raunin. Firjatullah hoppaði í staðinn beina leið ofan í gryfju milli leikvallarins og áhorfendastúkunnar. Fyrir vikið féll strákurinn um fimm metra. Liðsfélagarnir komu á eftir honum en höfðu vit á því að stoppa við girðinguna. Það ótrúlega við þetta að Firjatullah tókst að lenda stökkið og sleppa tiltölulega ómeiddur úr þessu ævintýri. Hann hélt síðan áfram að fagna. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv)
Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira