Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 20:43 Fundað verður inn í nóttina. Getty Blaðamaður Vísis sem fylgst hefur með stríðinu í Úkraínu frá upphafi fór yfir helstu vendingarnar og væntingarnar af yfirstandandi fundi Trump Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og einvalaliðs evrópskra leiðtoga. Trump sagði fyrir einkafund bandarísku og úkraínsku sendinefndanna að hann hefði átt óbein samskipti við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr um daginn og að til stæði að ræða við hann símleiðis í kjölfar fundarins. Hann mótmælti því einnig að hann hefði sýnt undirlægjuhátt gagnvart Rússlandsforseta með rauða dreglinum sem hann dró út fyrir hann í Alaska síðasta föstudag. Af því sem fram hefur komið eru ýmsar athyglisverðar og jákvæðar vendingar. Allir leiðtogarnir sem sitja fundinn lögðu áherslu á að komið yrði á vopnahléi sem allra fyrst og að haldinn yrði þríhliða fundur. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði að Evrópa öll væri undir, ekki bara Úkraína. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig frekar um möguleikann á þríhliða fundi á næstunni. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum um leið og þær berast í vaktinni á Vísi hér að ofan. Svikin samkomulög Samúel Karl Ólason blaðamaður segir margt enn á huldu um hver staða viðræðna sé í raun og veru. Ekki hefur mikið spurst út úr samtali Trump og Pútín á fundinum í Alaska síðasta föstudag og ekki er vitað hvað það er sem Pútín er tilbúinn að samþykkja í skiptum fyrir frið. Ekki einu sinni hvort það sé nokkuð yfirhöfuð að svo komnu máli, en Rússar eru í sókn víðast hvar á víglínunni. Samúel segir einhverjar fregnir þó hafa borist af því að Trump sé tilbúinn að bjóða Úkraínu öryggistryggingu í líkingu við þá sem fimmta grein Atlantshafsbandalagssáttmálans veitir, það er gagnkvæm heit um vernd. „Hún þyrfti þá að vera bindandi fyrir Úkraínumenn samt því þeir hafa áður gert samkomulag við Rússa um að þeir virði fullveldi þeirra og landamæri, sem var ekki bindandi, og samkvæmt því samkomulagi áttu Bandaríkjamenn og Bretar að koma þeim til aðstoðar, en það fór eins og það fór,“ segir hann. Ekkert hægt án Bandaríkjanna Þessi trygging eigi að standa Úkraínumönnum til boða í skiptum fyrir að Úkraínumenn láti Rússum eftir Donbasssvæðið en það hefur Rússum ekki tekist að leggja undir sig eftir rúman áratug af átökum og rúm þrjú ár af innrásarstríði sínu. Samúel telur þó ólíklegt að Úkraínumenn gangist við því án algjörlega skotheldra öryggistrygginga. Samúel Karl hefur fjallað ítarlega um stríðið frá upphafi þess.Vísir/Vilhelm Náist samkomulag um slíkt sé þó annar steinn í götu. „Ef það gerist þá hefur Trump sagt að hann vilji ekki senda hermenn til Úkraínu. Hann hefur sagt að Evrópa þyrfti að gera það en ég er ekkert viss um að Evrópa hafi burði til þess. Úkraínumenn áætla að það séu 500-700 þúsund rússneskir hermenn í Úkraínu. Og utanríkisráðherra Þýskalands, sem á að vera eitt öflugasta ríki Evrópu, sagði í dag að vegna þess að þeir hafa fimm þúsund í Litháen hefðu þeir ekki burði til að senda fleiri hermenn til Úkraínu. Þó að þeir sendu fimm þúsund til viðbótar myndi það ekki gera mikið ef Rússar gerðu aftur innrás. Þannig það er í raun ekki hægt að gera neitt án aðkomu Bandaríkjanna,“ segir Samúel. Pútín hafi tekist ætlunarverk sitt Viðleitni Evrópuleiðtoga til að þjóta til Washington með sólarhringsfyrirvara sé til marks um að Pútín hafi tekist ætlunarverk sitt á Alaskafundinum. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni „Hluti af því var að reka fleyg á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Það segir sitt að svona margir stórir leiðtogar séu tilbúnir að hoppa upp í flugvél með eins dags fyrirvara og bruna til Washington. Trump fór inn í þann fund og talaði um að hann vildi vopnahlé og að annars myndi hann beita Rússa refsiaðgerðum. Svo labbaði hann út af fundinum og sagði: „Við þurfum ekkert vopnahlé, við þurfum bara frið.““ „Ég geri fastlega ráð fyrir því að leiðtogarnir frá Evrópu séu að fara að biðja Trump um nákvæmari útlistun á hvað hann talaði um við Pútín, hvernig tilboðið sem er á borðinu er. Svo veltur þetta allt líka á því að það sé yfirhöfuð tilboð á borðinu. Á meðan við erum að tala saman er verið að gera árásir á úkraínskar borgir,“ segir Samúel Karl Ólason blaðamaður. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín NATO Evrópusambandið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Trump sagði fyrir einkafund bandarísku og úkraínsku sendinefndanna að hann hefði átt óbein samskipti við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr um daginn og að til stæði að ræða við hann símleiðis í kjölfar fundarins. Hann mótmælti því einnig að hann hefði sýnt undirlægjuhátt gagnvart Rússlandsforseta með rauða dreglinum sem hann dró út fyrir hann í Alaska síðasta föstudag. Af því sem fram hefur komið eru ýmsar athyglisverðar og jákvæðar vendingar. Allir leiðtogarnir sem sitja fundinn lögðu áherslu á að komið yrði á vopnahléi sem allra fyrst og að haldinn yrði þríhliða fundur. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði að Evrópa öll væri undir, ekki bara Úkraína. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig frekar um möguleikann á þríhliða fundi á næstunni. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum um leið og þær berast í vaktinni á Vísi hér að ofan. Svikin samkomulög Samúel Karl Ólason blaðamaður segir margt enn á huldu um hver staða viðræðna sé í raun og veru. Ekki hefur mikið spurst út úr samtali Trump og Pútín á fundinum í Alaska síðasta föstudag og ekki er vitað hvað það er sem Pútín er tilbúinn að samþykkja í skiptum fyrir frið. Ekki einu sinni hvort það sé nokkuð yfirhöfuð að svo komnu máli, en Rússar eru í sókn víðast hvar á víglínunni. Samúel segir einhverjar fregnir þó hafa borist af því að Trump sé tilbúinn að bjóða Úkraínu öryggistryggingu í líkingu við þá sem fimmta grein Atlantshafsbandalagssáttmálans veitir, það er gagnkvæm heit um vernd. „Hún þyrfti þá að vera bindandi fyrir Úkraínumenn samt því þeir hafa áður gert samkomulag við Rússa um að þeir virði fullveldi þeirra og landamæri, sem var ekki bindandi, og samkvæmt því samkomulagi áttu Bandaríkjamenn og Bretar að koma þeim til aðstoðar, en það fór eins og það fór,“ segir hann. Ekkert hægt án Bandaríkjanna Þessi trygging eigi að standa Úkraínumönnum til boða í skiptum fyrir að Úkraínumenn láti Rússum eftir Donbasssvæðið en það hefur Rússum ekki tekist að leggja undir sig eftir rúman áratug af átökum og rúm þrjú ár af innrásarstríði sínu. Samúel telur þó ólíklegt að Úkraínumenn gangist við því án algjörlega skotheldra öryggistrygginga. Samúel Karl hefur fjallað ítarlega um stríðið frá upphafi þess.Vísir/Vilhelm Náist samkomulag um slíkt sé þó annar steinn í götu. „Ef það gerist þá hefur Trump sagt að hann vilji ekki senda hermenn til Úkraínu. Hann hefur sagt að Evrópa þyrfti að gera það en ég er ekkert viss um að Evrópa hafi burði til þess. Úkraínumenn áætla að það séu 500-700 þúsund rússneskir hermenn í Úkraínu. Og utanríkisráðherra Þýskalands, sem á að vera eitt öflugasta ríki Evrópu, sagði í dag að vegna þess að þeir hafa fimm þúsund í Litháen hefðu þeir ekki burði til að senda fleiri hermenn til Úkraínu. Þó að þeir sendu fimm þúsund til viðbótar myndi það ekki gera mikið ef Rússar gerðu aftur innrás. Þannig það er í raun ekki hægt að gera neitt án aðkomu Bandaríkjanna,“ segir Samúel. Pútín hafi tekist ætlunarverk sitt Viðleitni Evrópuleiðtoga til að þjóta til Washington með sólarhringsfyrirvara sé til marks um að Pútín hafi tekist ætlunarverk sitt á Alaskafundinum. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni „Hluti af því var að reka fleyg á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Það segir sitt að svona margir stórir leiðtogar séu tilbúnir að hoppa upp í flugvél með eins dags fyrirvara og bruna til Washington. Trump fór inn í þann fund og talaði um að hann vildi vopnahlé og að annars myndi hann beita Rússa refsiaðgerðum. Svo labbaði hann út af fundinum og sagði: „Við þurfum ekkert vopnahlé, við þurfum bara frið.““ „Ég geri fastlega ráð fyrir því að leiðtogarnir frá Evrópu séu að fara að biðja Trump um nákvæmari útlistun á hvað hann talaði um við Pútín, hvernig tilboðið sem er á borðinu er. Svo veltur þetta allt líka á því að það sé yfirhöfuð tilboð á borðinu. Á meðan við erum að tala saman er verið að gera árásir á úkraínskar borgir,“ segir Samúel Karl Ólason blaðamaður.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín NATO Evrópusambandið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira