Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:20 Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í spilafíkn. Vísir/Einar Sífellt fleiri ungir karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum að sögn prófessors við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við og hætti að skella skolleyrum við vandanum. KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel. Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel.
Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29