„Réttu spilin og réttu vopnin“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 20:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/ívar Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“ Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“
Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira