„Réttu spilin og réttu vopnin“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 20:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/ívar Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“ Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“
Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira