Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 18:33 Beate Gangås, yfirmaður PST, og Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar. EPA Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg. Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg.
Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira