Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 19:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar „Þetta er ótrúlega spennandi og forréttindi að vera í þessari stöðu; að spila leik af þessu kaliberi með mikið undir,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um leik morgundagsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli. Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar
Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira